Vel sóttur fundur um nýskipan í opinberum rekstri á Grand hóteli
Það var vel mætt á fund sem fjármála- og efnahagsráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stóðu fyrir á Grand hóteli þriðjudaginn 29. október. Þar var nýtt frumvarp um opinber fjármál kynnt og fóru fram fjörlegar umræður um áhrif þess á rekstrarumhverfi stofnana ríkisins og sveitarfélaganna.
Dagskrá:
1.Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og formaður stýrinefndar sem vann að endurskoðun á lögum um fjárreiður ríkisins. Nýtt frumvarp um opinber fjármál – kynning. Glærur Guðmundar
2.Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hver verða áhrifin á sveitarfélögin í landinu?
3.Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri. Breytt vinnulag við fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga. Hvað þýðir það fyrir stjórnendur hjá hinu opinbera? Glærur Ólafs
4.Gunnar Hall, fjársýslustjóri. Ný framsetning reikningsskila – betri yfirsýn, aukið gagnsæi. Glærur Gunnars
Umræður
Fundarstjóri: Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.