Listi yfir frambjóðendur til stjórnar FFR

Á aðalfundi FFR sem haldinn verður fimmtudaginn 16. maí næstkomandi verður kosið um þrjá meðstjórnendur í stjórn félagsins til næstu tveggja ára.

Listi yfir frambjóðendur í stafrófsröð er svohljóðandi:

Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar

Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár

Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar

Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla

Allir félagsmenn með kosningarétt hafa atkvæðisrétt, en einungis þeir/þau sem mæta á aðalfundinn þegar kosningin fer fram geta kosið og eru umboð ekki tekin gild.

Nánari kynning á frambjóðendum hefur verið send til félagsmanna með tölvupósti.

Print Friendly, PDF & Email