Félag forstöðumanna ríkisstofnana – stofnað 27. nóvember 1986

Boðun stofnfundar

Hér að neðan má lesa bréf undirbúningsnefndar að stofnun Félags forstöðumanna þar sem boðað er til stofnfundar félagsins á Hótel Esju þann 27. nóvember 1986. Undirbúningsnefndina skipuðu; Ágúst Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands, Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari, Guðmundur Einarsson forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, Guðni Karlsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins og Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs. [lesa bréfið]

Stofnfélagar:

Andrés Jóhannesson, forstöðumaður yfirkjötmats ríkisins
Ágúst Geirsson, símstjóri í Reykjavík
Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands
Árni Ísaksson, veiðimálastjóri
Ásberg Sigurðsson, forstöðumaður Hlutafélagaskrár
Ásgeir Guðmundsson, námsgagnastjóri
Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins
Bergsteinn Gizurarson, brunamálastjóri ríkisins
Bergur Jónsson, rafmagnseftirlitsstjóri ríkisins
Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri
Bjarni Kristjánsson, rektor Tækniskóla Íslands
Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands
Björn Björnsson, póstmeistari
Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglustjóri
Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík
Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna
Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins
Elfa-Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins/hljóðvarps
Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs
Erlendur Lárusson, forstöðumaður Tryggingaeftirlitsins
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins
Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður
Friðbert Pálsson, framkvæmdastjóri Háskólabíós
Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis
Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins
Garðar Valdimarsson, ríkisskattstjóri
Georg Ólafsson, verðlagsstjóri
Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík
Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri
Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Náttúruverndarrráðs
Grímur Þór Valdimarsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins
Guðbrandur Gíslason, framkvæmastjóri Kvikmyndasjóðs Íslands
Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins
Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari
Guðmundur Björnsson, aðstoðar póst- og símamálastjóri
Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg
Guðmundur Pétursson, forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði
Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins
Gunnar K. Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar
Gunnlaugur Claessen, ríkislögmaður
Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins
Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins
Hákon Ólafsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins
Halldór Árnason, fiskmatsstjóri
Hallvarður Einvarðsson, ríkissaksóknari
Hlynur Sigtryggsson, veðurstofustjóri
Hrólfur Halldórsson, forstjóri Menningarsjóðs
Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannóknastofnunar
Jón Aðalsteinn Jónsson, orðabókarstjóri Orðabók Háskólans
Jón Skaftason, yfirborgarfógeti í Reykjavík
Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofnunar
Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla Íslands
Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins
Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri ríkisins
Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri
Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður
Ólafur Ólafsson, landlæknir
Óli H.Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs
Páll Kr.Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar Íslands
Pétur Einarsson, flugmálastjóri
Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins/sjónvarps
Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands
Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla Íslands
Sigurður Axelsson, forstöðumaður Löggildingarstofunnar
Sigurður Björnsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri
Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins
Sigurður M.Magnússon, forstöðumaður Geislavarna ríkisins
Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri
Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins
Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri
Torben Friðriksson, ríkisbókari
Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins
Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri
Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins
Þór Magnússon, þjóðminjavörður
Þór Sigþórsson, lyfsölustjóri
Örn Bjarnason, forstjóri Hollustuverndar ríkisins.