Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Léttum lífið - Spörum sporin og aukum hagkvæmniHvernig bætum við opinbera þjónustu og léttum líf almennings á sama tíma og við spörum skattgreiðendum pening? Hvaða hlutverk leika fjárfesting og áhersla á stafræna tækni í þessum efnum? Hvernig á opinber þjónusta að vera til framtíðar? Þessum spurningum og fleirum verður svarað á opnum viðburði fjármála- og efnahagsráðuneytisins miðvikudaginn 14. apríl næstkomandi en yfirskrift […]
- 11 milljarðar greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrkiUm ellefu milljarðar króna hafa nú verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki en þeim er ætlað að aðstoða rekstraraðila, þ.m.t. einyrkja, sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
- Ánægja með aðgerðir stjórnvalda og batnandi fjárhagsstaða fyrirtækjaMikil ánægja mælist með efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 og meirihluti fyrirtækja telur sig standa fjárhagslega vel til að takast á við tímabundin áföll næstu mánuði. Mun fleiri fyrirtæki sjá fram á fjölgun starfsfólks heldur en fækkun.
- Fitch Ratings staðfestir óbreytta A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfumFitch Ratings birti í dag mat á lánshæfi ríkissjóðs. Langtímaeinkunnir í innlendri og erlendri mynt eru óbreyttar og standa í A. Horfur eru neikvæðar.
- Fjarskiptaöryggi Íslands stóraukið með fjármögnun nýs sæstrengsFjármögnun á nýjum fjarskiptasæstreng milli Íslands og Írlands hefur verið tryggð með aðkomu ríkisins. Ráðgert er að taka strenginn í notkun fyrir árslok 2022, en honum er ætlað að stórauka öryggi í fjarskiptasamböndum Íslands við Evrópu í samræmi við stefnumótun ríkisstjórnarinnar í fjarskiptum fram til ársins 2033.