RSS Fjármála- og efnahagsráðuneytið

 • Fitch Ratings staðfestir óbreytta A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum
  Fitch Ratings birti í dag mat á lánshæfi ríkissjóðs. Langtímaeinkunnir í innlendri og erlendri mynt eru óbreyttar og standa í A. Horfur eru neikvæðar.
 • Nýting efnahagsúrræða stjórnvalda vegna heimsfaraldurs
  Ríkisstjórnin hefur frá því heimsfaraldur kórónuveiru hófst kynnt úrræði sem ætlað er styðja við efnahagslega vörn, vernd og viðspyrnu heimila og fyrirtækja. Úrræðin geta falið í sér bein útgjöld fyrir ríkissjóð, líkt og í tilfelli hlutabóta eða greiðslu launa á uppsagnarfresti, tilfærslu tekna milli ára eða ábyrgðir sem geta raungerst síðar sem kostnaður fyrir ríkissjóð. […]
 • Auka þarf nákvæmni í skjölun og eftirfylgni tollafgreiðslu vegna innfluttra landbúnaðarafurða
  ann 24. september 2020 skipaði fjármála- og efnahagsráðuneytið starfshóp til að skoða hvort misræmi væri að finna milli magns í útflutningstölum úr gagnagrunni Evrópusambandsins og innflutningstölum Hagstofu Íslands vegna ákveðinna tegunda landbúnaðarvara, þ.e. nautakjöts, svínakjöts, kjúklingakjöts og mjólkurafurða. Starfshópurinn hefur nú skilað minnisblaði til ráðherra en þar er meðal annars bent á að auka þurfi […]
 • Ræddi hugmyndir um loftslagsgjöld á fundi OECD
  Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í dag þátt í fundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um sjálfbæra þróun þar sem m.a. var rætt um hugmyndir um loftslagsgjöld á landamærum vegna innflutnings frá svæðum sem leggja ekki á kolefnisgjöld eða losunarkvóta og nýtingu gjaldanna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Hugmyndir um slík gjöld eru til skoðunar hjá […]
 • Ferli við birtingu auglýsinga á Starfatorg.is stafvætt
  Hagkvæmni eykst með stafvæðingu ferlis við birtingu starfaauglýsinga á vefnum Starfatorg.is sem nú er komið í virkni. Á Starfatorgi eru birtar auglýsingar um laus störf hjá ríkinu og árlega birtast að jafnaði á þriðja þúsund auglýsingar á vefnum.