RSS-veita Fjármála- og efnahagsráðuneytið

 • 80 milljarða stuðningur ríkissjóðs vegna Grindavíkur
  Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs vegna fjölbreyttra stuðningsaðgerða við Grindavík í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesskaga árin 2023 og 2024 nemi um 80 milljörðum króna. Ráðuneytið hefur tekið saman kostnað ríkisins sem fellur til vegna ýmissa stuðningsaðgerða við Grindavík sem nýleg lög kveða á um, sem og vegna aukinna fjárveitinga til stofnana, einkum Almannavarna, vegna jarðhræringanna.
 • Starfshópur vinnur frumvarp um afnám undanþágu frá fasteignamatsskyldu rafveitna
  Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað starfshóp sem ætlað er að semja lagafrumvarp og eftir atvikum reglugerðir sem miða að því að afnema undanþágu frá fasteignamatsskyldu rafveitna.
 • Sterk fjárhagsstaða eldri borgara og kjör batnað umfram yngri aldurshópa
  Fjárhagsleg staða eldri borgara á Íslandi er almennt sterk og hafa kjör hópsins batnað umtalsvert síðastliðinn áratug. Gildir það hvort sem litið er til tekna, kaupmáttar eða eigna- og skuldastöðu. Kjör hópsins á ýmsum sviðum hafa batnað umfram yngri aldurshópa. Samhliða hafa útgjöld almannatrygginga til eldri borgara aukist verulega. Þetta kemur fram í samantekt fjármála- […]
 • Vegna netsölu áfengis til neytenda
  Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Undanfarið hefur netsala áfengis til neytenda færst nokkuð í aukana og það hefur orðið tilefni til umræðu í samfélaginu, m.a. í tengslum við markmið laga um að stýra aðgengi að áfengi, draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu og vernda […]
 • Aðalfundur Þróunarbanka Evrópuráðsins haldinn á Íslandi
  Í dag samþykkti Þróunarbankinn fyrstu lánsumsókn til bankans frá ríkissjóði Ísland, að fjárhæð 150 milljónir evra. Íslensk stjórnvöld sóttu um lánið sem varúðarráðstöfun vegna mögulegra útgjalda í tengslum við náttúruhamfarir í nágrenni Grindavíkur.