Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Daði Már hélt opnunarávarp á ráðstefnu um bláa hagkerfiðDaði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hélt í gær opnunarávarp á fundi í Þrándheimi um bláa hagkerfið á vegum norsku rannsóknarstofnunarinnar SINTEF. Ráðherra tók þátt í ríkisheimsókn forseta Íslands til Noregs og var fundurinn um bláa hagkerfið hluti af dagskrá heimsóknarinnar.
- Tillaga ÍL-sjóðs um breytingar á skilmálum HFF bréfa samþykkt af eigendum bréfannaÞann 10. apríl var haldinn fundur skuldabréfaeigenda ÍL-sjóðs í flokkunum HFF34 og HFF44. Á fundinum var lögð fram tillaga að skilmálabreytingu bréfanna sem heimilar útgefanda að gera bréfin upp með afhendingu tiltekinna eigna. Tillagan er niðurstaða rúmlega eins árs viðræðna ráðgjafa 18 lífeyrissjóða, sem saman fara með meirihluta skulda sjóðsins, og viðræðunefndar fjármála- og efnahagsráðherra.
- Samsköttun hjóna og sambúðarfólks - reiknivélEitt af markmiðum nýrrar ríkisstjórnar er að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Tillögur um þessi atriði munu m.a. koma fram í haust í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2026.
- Daði Már fundaði með Jens StoltenbergDaði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur í dag og á morgun þátt í ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, til Noregs þar sem hann sækir viðburði í Osló og Þrándheimi. Í dag fundaði Daði Már með Jens Stoltenberg, fjármálaráðherra Noregs.
- Mikilvægur áfangi um úrbætur í öryggisráðstöfunumRíkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur tekið afgerandi skref um úrbætur í þjónustu og úrræðum fyrir einstaklinga sem sæta þurfa sérstökum öryggisráðstöfunum. Um er að ræða einstaklinga sem geta verið sjálfum sér og öðrum hættulegir en hafa fallið milli þjónustukerfa ríkis og sveitarfélaga. Þessir einstaklingar glíma gjarnan við alvarlegar þroska- og/eða geðraskanir og geta verið ósakhæfir, en […]