RSS Fjármála- og efnahagsráðuneytið

 • Slagkraftur opinberra innkaupa virkjaður til sóknar í nýsköpun
  Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra í samstarfi við Ríkiskaup efna til sóknar til aukinnar nýsköpunar með því að nýta slagkraft opinberra innkaupa. Það verður gert með sérstöku samstarfsverkefni þar sem markmiðið er að auka aðgengi nýrra lausna og nýrra leiða í innkaupum hins opinbera sem ár hvert stendur að yfir 500 útboðum […]
 • Frumvarp um breytingar á fjármagnstekjuskatti samþykkt í ríkisstjórn
  Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (fjármagnstekjuskattur).
 • Skýrsla eftirlitsnefndar með framkvæmd viðbótar- og stuðningslána
  Eftirlitsnefnd með framkvæmd viðbótar- og stuðningslána sem skipuð var af fjármála- og efnahagsráðherra í vor hefur nú skilaði sinni fyrstu skýrslu. Eftirlitsnefndinni er ætlað að hafa almennt eftirlit með framkvæmd lánveitinga til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og skal hún skila fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um framkvæmdina á sex mánaða […]
 • Nýsköpunardagur hins opinbera: Áhrif Covid-19 á þjónustu – hvað má læra til framtíðar?
  Hvað getum við lært af Covid-19 þegar kemur að því að veita opinbera þjónustu og hvaða tækifæri hefur heimsfaraldurinn skapað til þess að bæta þjónustuna? Þetta er meginumræðuefni á Nýsköpunardegi hins opinbera sem haldinn verður 21. janúar 2021 en yfirskift dagsins er Áhrif Covid-19 á opinbera þjónustu – lærdómar til framtíðar.
 • Viðspyrna fyrir Ísland: Viðspyrnustyrkir og stuðningur við atvinnuleitendur, lífeyrisþega, barnafjölskyldur og félagslega viðkvæma hópa
  Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða sérstakt viðbótarálag á grunnbætur atvinnuleysistrygginga á næsta ári sem koma á til móts við þann stóra hóp sem á næstu mánuðum fellur út af tekjutengdum atvinnuleysisbótum. Álagið hljóðar uppá 2,5% og kemur til viðbótar þeirri 3,6%​hækkun sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Með þessu nemur heildarhækkun grunnbóta 6,2% og […]