RSS Fjármála- og efnahagsráðuneytið

 • Undirbúningur stuðningslána vel á veg kominn
  Föstudaginn 29. maí birti fjármála- og efnahagsráðherra reglugerð um stuðningslán. Í henni er meðal annars fjallað um hlutlæg viðmið vegna mats á rekstrarhæfi fyrirtækja, líkt og gert er ráð fyrir í nýlegum lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
 • Rýmri reglur um komur ferðamanna
  Samkvæmt hagrænu mati sem unnið var að beiðni forsætisráðherra og kynnt var í ríkisstjórn í morgun yrðu efnahagslegar afleiðingar þess að viðhalda óbreyttu ástandi ferðatakmarkana gríðarlegar og rétt að draga úr þeim samhliða sóttvarnaraðgerðum.
 • Starfshópur tryggir eftirfylgni efnahagsaðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveiru
  Samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í dag að skipa starfshóp undir formennsku fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að tryggja eftirfylgni efnahagsaðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveiru en stjórnvöld hafa brugðist við faraldrinum með víðtækum efnahagsaðgerðum sem fela í sér fyrirgreiðslur til fyrirtækja og starfsfólks þeirra í gegnum vinnumarkaðs-, skatta-, og lánaúrræði, fjárfestingu hins opinbera, stuðning við nýsköpun og […]
 • Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung 2020
  Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2020 liggur fyrir. Uppgjörið í heild sinni er aðgengilegt á vefsíðu Fjársýslu ríkisins. Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs eru
 • Álagning opinberra gjalda á einstaklinga fyrir 2019 birt
  Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga sbr. auglýsingu og frétt á vef Skattsins. Álagningin 2020 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2019 og eignastöðu þeirra 31. desember 2019.