RSS Fjármála- og efnahagsráðuneytið

 • Sýning um forsetatíð og störf Vigdísar Finnbogadóttur verður opnuð í Loftskeytastöðinni
  Sýning sem helguð verður forsetatíð og störfum Vigdísar Finnbogadóttur verður opnuð í Loftskeytastöðinni við hlið Veraldar - húss Vigdísar á næsta ári samkvæmt viljayfirlýsingu stjórnvalda og Háskóla Íslands. Viljayfirlýsingin var undirrituð á hátíðarsamkomu í Hátíðarsal Háskóla Íslands í morgun sem haldin var í tilefni af 110 ára afmæli háskólans. Við athöfnina afhenti Vigdís Finnbogadóttir Háskóla […]
 • Mikið hagræði fólgið í leigu á húsnæði fyrir Skattinn og Fjársýsluna
  Leiga á nýju húsnæði fyrir Skattinn og Fjársýslu ríkisins hefur í för með sér aukið hagræði og minni áhættu fyrir ríkissjóð. Með flutningunum verður unnt að reka starfsemina í um þriðjungi minna húsnæði en nú er, og tækifæri skapast til að selja óhagkvæmt húsnæði á dýru markaðssvæði.
 • Aukið hagræði og betri þjónusta með stafrænu pósthólfi
  Skilvirkni og gagnsæi eykst og opinber þjónusta batnar með nýsamþykktum lögum Alþingis um stafrænt pósthólf. Þau fela í sér að allir með íslenska kennitölu fá slíkt pósthólf sem hið opinbera nýtir til að koma gögnum til fólks. Með lögunum verður meginreglan sú að gögnum sé miðlað til einstaklinga og lögaðila með stafrænum hætti í gegnum […]
 • 8 milljarðar endurgreiddir aukalega af virðisaukaskatti – mest greitt vegna íbúðarhúsnæðis
  Um átta milljarðar króna hafa verið endurgreiddir aukalega af virðisaukaskatti í tengslum við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, Endurgreiðsluhlutfall VSK af vinnu vegna nýbyggingar eða endurbóta á íbúðarhúsnæði var hækkað úr 60% í 100% og endurgreiðsluheimildir voru jafnframt rýmkaðar en breytingarnar gilda til ársloka 2021.
 • Yfirlýsing stjórnvalda og SFS um losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar íslensks sjávarútvegs
  Íslensk stjórnvöld ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi stefna í sameiningu að a.m.k. 50% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar íslensks sjávarútvegs frá 2005 til 2030. Unnið verður sameiginlega að skilgreindum aðgerðum sem stuðla eiga að því að markmiðið náist. Þetta er inntak yfirlýsingar sem gefin var út í dag.