RSS Fjármála- og efnahagsráðuneytið

 • Vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga á Landspítala tryggður
  Vaktaálagsauki sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans verður framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra hafa sent forstjóra Landspítala vegna málsins.
 • Skatturinn með framkvæmd ýmissa úrræða sem tengjast heimsfaraldri kórónuveiru
  Efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru sem Alþingi hefur samþykkt fela í sér margs konar ráðstafanir sem hafa það að markmiði að tryggja afkomu fólks og fyrirtækja, verja grunnstoðir samfélagsins og skapa öfluga viðspyrnu fyrir efnahagslífið. Hluti þeirra snýr að ýmsum opinberum sköttum og gjöldum, svo sem hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts, greiðslufresti vegna aðflutningsgjalda, frestun gjalddaga, […]
 • Horft verði fram hjá kröfum um ávöxtun og arðgreiðslur á árinu 2020
  Í ljósi þeirra aðstæðna sem leiða af heimsfaraldri COVID-19, m.a. viðbrögðum markaðsaðila undanfarið, og með vísan til ákvæða eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sendi fjármála- og efnahagsráðherra bréf til Bankasýslu ríkisins 20. mars sl. þar sem farið er fram á að Bankasýslan horfi fram hjá kröfum um ávöxtun og arðgreiðslur á árinu 2020 og að þessum […]
 • Skatturinn felli tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti á gjalddaga í apríl
  Samkvæmt lögum um virðisaukaskatt, er 6. apríl 2020 gjalddagi virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins janúar og febrúar 2020.
 • Laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna fryst til áramóta
  Laun alþingismanna, ráðherra, ráðuneytisstjóra og æðstu embættismanna verða fryst til 1. janúar 2021, verði breytingartillaga fjármála- og efnahagsráðherra, til efnahags- og viðskiptanefndar við bandorm um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru, samþykkt á Alþingi. Þetta er annað árið í röð sem lögbundinni hækkun þjóðkjörinna fulltrúa, ráðherra og ráðuneytisstjóra er seinkað, en […]