RSS Fjármála- og efnahagsráðuneytið

 • Stefnt að verðmætari afurðum með minni losun frá sjávarútvegi
  Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu um hvata til að draga úr kolefnisspori íslensks sjávarútvegs sem undirrituð var við ráðherrabústaðinn í dag.
 • Nær allar mótvægisaðgerðir vegna heimsfaraldurs komnar til framkvæmda
  Nær allar mótvægisaðgerðir sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldurs kórónuveiru eru komnar til framkvæmda. Eftir stendur greiðsla launa á uppsagnarfresti, en stefnt er að því að fyrsti hluti komi til greiðslu fyrir 20. júlí, og stuðningslán þar sem verið er að leggja lokahönd á umsóknargátt.
 • Afgreiðsla lokunarstyrkja gengur vel - ánægja með úrræði stjórnvalda
  Um 170 umsóknir um lokunarstyrki hafa borist frá því opnað var fyrir umsóknir 12. júní. Af þeim hafa 75% verið afgreiddar og styrkfjárhæð að upphæð 137 m.kr. greidd út. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið má búast við færri umsóknum en upphaflegt mat gerði ráð fyrir.
 • Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum – Ísland uppfyllir skuldbindingar og gott betur
  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í dag. Með aðgerðunum er áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. […]
 • Framgangur áætlunar um losun fjármagnshafta
  Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, en samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál ber honum að gera Alþingi grein fyrir framgangi áætlunar um losun takmarkana á fjármagnshreyfingum milli landa og gjaldeyrisviðskiptum á sex mánaða fresti þar til slíkum takmörkunum verður endanlega aflétt.