Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Opnað fyrir umsóknir um viðspyrnustyrkiMóttaka umsókna um viðspyrnustyrki er nú hafin hjá Skattinum.
- Varnarlína milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi lögfestAlþingi samþykkti í dag frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um varnarlínu milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi.
- Tæpir átta milljarðar greiddir í tekjufallsstyrkiUm 1.400 rekstraraðilar hafa fengið um 7,8 milljarða króna greidda í tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Tekjufallsstyrkir nýtast rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli í heimsfaraldrinum og er markmiðið að viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum með því að styðja þau fyrirtæki og einyrkja þar sem tekjufall er meira en 40%.
- Viljayfirlýsing um kaup ríkisins á hlutum orkufyrirtækja í Landsneti hf.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hafa fyrir hönd ríkissjóðs undirritað viljayfirlýsingu við orkufyrirtækin Landsvirkjun, RARIK ohf., Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða, sem eigendur alls hlutafjár í Landsneti hf. um að ganga til viðræðna um kaup ríkisins á hlutum félaganna í Landsneti hf.
- 5,6 milljarðar króna í auknar endurgreiðslur vegna framkvæmdaFrá því að heimsfaraldur kórónuveiru hófst hafa verið endurgreiddir um 5,6 milljarðar króna aukalega af virðisaukaskatti (VSK) vegna margs konar framkvæmda en endurgreiðslurnar nýtast einkum einstaklingum og félögum á borð við sveitarfélög, almannaheillafélög og íþróttafélög.