RSS-veita Fjármála- og efnahagsráðuneytið

 • Viðræður hefjast við lífeyrissjóði um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs
  Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar 18 lífeyrissjóða, sem saman fara með stærstan hluta skuldabréfa sem ÍL-sjóður er útgefandi að, hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins.
 • Lög um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík samþykkt – upplýsingar og umsókn fyrir íbúa á Ísland.is
  Frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík var samþykkt á Alþingi í gær. Upplýsingasíða fyrir Grindvíkinga er komin í loftið á Ísland.is þar sem m.a. er að finna svör við algengum spurningum. Enn er unnið að útfærslu á einhverjum atriðum en um leið og þau skýrast verða upplýsingar uppfærðar.
 • Drög að frumvarpi um ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf.
  Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki kemur fram að ætlunin sé að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf. þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur efnt til samráðs í samráðsgátt stjórnvalda um drög að frumvarpi um ráðstöfun eftirstandandi eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka.
 • Stafrænt Ísland hlýtur alþjóðleg verðlaun
  Stafrænt Ísland, sem vinnur að því að bæta stafræna opinbera þjónustu í gegnum Ísland.is, hlýtur verðlaun WSA ((World Summit Awards) í ár.
 • Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í leigufélögum í samráðsgátt
  Ráðuneytið hefur birt í samráðgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þar eru kynnt fyrirhuguð áform stjórnvalda um að leggja fram á vormánuðum þessa árs tillögu um breytingar á lögbundnum fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða. Tilgangurinn er að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þess að fjárfesta í leiguhúsnæði til einstaklinga.