Glærur og gögn frá morgunarverðarfundi og málþingi 27. janúar 2011
Fimmtudaginn 27. janúar 2011 stóðu FFR og Stofnun stjórnsýslufræða við HÍ fyrir morgunarverðfundi og málþingi um viðbúnað, fyrirhyggju og traust og áhættustjórnun, viðbúnað og forvirkt eftirlit hjá stofnunum ríkisins. Hér má sjá glærur fyrirlesara og önnur gögn frá fundinum.
Fimmtudaginn 27. janúar 2011 stóðu FFR og Stofnun stjórnsýslufræða við HÍ fyrir morgunarverðfundi og málþingi um viðbúnað, fyrirhyggju og traust og áhættustjórnun, viðbúnað og forvirkt eftirlit hjá stofnunum ríkisins. Hér má sjá glærur fyrirlesara og önnur gögn frá fundinum.
MORGUNVERÐARFUNDUR
„Viðbúnaður, fyrirhyggja, traust
Hvernig býr stjórnsýslan sig undir óvænt atvik? „
Dagskrá:
1. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis – Skyldur og ábyrgð stjórnsýslunnar.
2. Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu
3. Björn Karlsson settur forstjóri Mannvirkjastofnunar – Tæknilegt áhættumat og áhættugreining – notkun í opinberu eftirliti
4. Ásthildur E. Bernharðsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og kennari HÍ
Fundarstjóri var Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
MÁLÞING
Hvernig er staðið að áhættustjórnun, viðbúnaði og forvirku eftirliti hjá stofnunum ríkisins? – sviðsmyndir
1. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsingafræðum. – Fyrirhyggja er forvörn. Öryggi í upplýsinga- og skjalastjórn.
2. Hrafnkell V Gíslason, forstjóri Póst – og fjarskiptastofnunar . – Öryggi og viðbúnaður í fjarskiptum.
3. Kjartan Þorkelsson, sýslumaðurinn á Hvolsvelli. – Eldgos í Eyjafjallajökli. Hættumat – viðbragðsáætlun – reynslan.
4. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri bráðasviðs LSH . – Við fyrir þig.
5. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. – Heimsmet í aukningu á atvinnuleysi – hvað er til ráða?
6. Gunnar Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fyrirbyggjandi og uppgötvandi eftirlit.
Fundarstjóri var Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Eitt af hlutverkum stjórnvalda og stofnana ríkisins er að meta, greina og undirbúa viðbrögð við hugsanlegum áföllum í samfélaginu og bregðast við þeim. Á síðari árum hafa stjórnvöld um allan heim aukið áherslu á skipulag og samhæfingu viðbúnaðar til verndunar þegna sinna og er Ísland þar ekki undan skilið. Hins vegar hafa fræðimenn bent á að í aðdraganda hruns íslenska efnahagskerfisins hafi skort á fyrirhyggju, viðbúnað og traust innan stjórnsýslunnar. Á morgunverðarfundinum fjallaði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis um skyldur og ábyrgð stjórnsýslunnar og Þórunn J. Hafstein skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu ræddi hvernig stjórnarráðið getur tryggt að viðbúnaður innan kerfisins sé fullnægjandi og samhæfður. Björn Karlsson, settur forstjóri Mannvirkjastofnunar fjallaði um aðferðafræði áhættustjórnunar, en hann er sérmenntaður í þeim fræðum. Á málþinginu ræddu forstöðumenn m.a. hvernig stofnanir þeirra standa að áhættustjórnun, viðbúnaði og forvirku eftirliti í starfsemi sinni. Þar var borið niður á ólíkum sviðum í starfsemi ríkisins m.a. í fjármálaeftirliti, viðbrögðum við heilsuvá, öryggi í fjarskiptum, viðbrögðum við eldgosum og eftirliti með að greiðslur atvinnuleysisbóta séu í samræmi við reglur. Þá var sérstaklega fjallað um öryggi í upplýsinga- og skjalastjórn, en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að í þeim efnum mætti gera betur í íslenskri stjórnsýslu.