Glærur frá morgunverðarfundi um stöðu og störf stjórnenda í opinberum rekstri

Glærur frá morgunverðarfundi um stöðu og störf stjórnenda í opinberum rekstri

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála héldu morgunverðarfund 23. febrúar 2011 um stöðu og störf stjórnenda í opinberum rekstri. Hér má sjá glærur fyrirlesara á fundinum.

Miklir umbreytingar eru í starfsemi hins opinbera. Á morgunverðarfundi sem haldinn var 23. febrúar 2011 var horft til breyttra hugmynda um stöðu og störf stjórnenda í opinberum rekstri. Í nálægum löndum hefur verið lögð áhersla á að endurskipuleggja og endurskilgreina stöður æðstu stjórnenda í áhrifastöfum til að auka metnað, skapa hvatningu til að skara fram úr og rækta samstöðu meðal æðstu stjórnenda. Tillögur um endurbætur á íslenska stjórnkerfinu fela m.a. í sér aukið gagnsæi, bætt verklag og fagmennsku við ráðningar í æðstu störf stjórnenda og að hæfnismat sé grundvöllur ráðninga í æðstu stöður hjá stofnunum ríkisins. Þá er ábyrgð, hlutverk og árangur stjórnenda til skoðunar, auk þess sem rætt er um möguleika á sveigjanleika og hreyfanleika í störfum.

Fyrirlesarar voru Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnsýslufræðum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Fundarstjóri og stjórnandi umræðna er Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga ríkisins og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Hér má sjá glærur Gunnars.
Hér má sjá glærur Guðlaugar.

Print Friendly, PDF & Email