Glærur frá morgunverðarfundi um stöðu og störf stjórnenda í opinberum rekstri
Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála héldu morgunverðarfund 23. febrúar 2011 um stöðu og störf stjórnenda í opinberum rekstri. Hér má sjá glærur fyrirlesara á fundinum.
Miklir umbreytingar eru í starfsemi hins opinbera. Á morgunverðarfundi sem haldinn var 23. febrúar 2011 var horft til breyttra hugmynda um stöðu og störf stjórnenda í opinberum rekstri. Í nálægum löndum hefur verið lögð áhersla á að endurskipuleggja og endurskilgreina stöður æðstu stjórnenda í áhrifastöfum til að auka metnað, skapa hvatningu til að skara fram úr og rækta samstöðu meðal æðstu stjórnenda. Tillögur um endurbætur á íslenska stjórnkerfinu fela m.a. í sér aukið gagnsæi, bætt verklag og fagmennsku við ráðningar í æðstu störf stjórnenda og að hæfnismat sé grundvöllur ráðninga í æðstu stöður hjá stofnunum ríkisins. Þá er ábyrgð, hlutverk og árangur stjórnenda til skoðunar, auk þess sem rætt er um möguleika á sveigjanleika og hreyfanleika í störfum.
Fyrirlesarar voru Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnsýslufræðum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Fundarstjóri og stjórnandi umræðna er Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga ríkisins og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.