Stjórnun breytinga í opinbera geiranum – vinnusmiðja

Stjórnun breytinga í opinbera geiranum – hvernig virkjum við mannauðinn í ferlinu?

Vinnusmiðjan er samstarfsverkefni Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála

Föstudaginn 5. desember 2014 kl. 8.30.-12.30 í stofu 102- Gimli, Háskóla Íslands
Verð: 17.000 kr.

Skráning á námskeiðið

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af vinnusmiðjunni „Árangursrík innleiðing breytinga hjá stofnunum“ sem Guðrún Ragnarsdóttir hefur kennt í vetur og fengið afburða dóma hjá þátttakendum.

Fyrir liggur að gerðar verða breytingar í opinbera geiranum næstu mánuði og ár. Þessar breytingar verða frá því að vera minniháttar upp í sameiningar stærri stofnana. Ef horft er til tillagna Hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar má finna fjölmargar tillögur sem munu hafa veruleg áhrif á starfsmenn opinberra stofnana.

Forstöðumenn og aðrir stjórnendur stofnanna ríkis og sveitarfélaga þurfa að geta metið fyrirfram hvaða áhrif miklar breytingar geta haft á starfsanda og afköst starfsmanna. Miklu máli skiptir hvernig yfirmenn virkja starfsfólk sitt á slíkum óvissu- og breytingatímum.

Á námskeiðinu verða ýmsar aðferðir rýndar og ræddar varðandi hvernig hægt er að virkja mannauðinn í breytingarferlinu. Þátttakendur fá verkefni til að vinna með þar sem tækifæri gefst til að máta nýjar aðferðir og læra af reynslu annara þátttakenda.

Guðrún Ragnarsdóttir er ráðgjafi hjá Strategíu. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun breytinga en sl. 15 ár hefur hún unnið að ýmsum verkefnum á því sviði m.a. sem gæðastjóri hjá Landsvirkjun, forstöðumaður gæðastjórnunar hjá Íslandsbanka, sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs BYKO og nú síðast sem framkvæmdastjóri LÍN. Guðrún er viðskiptafræðingur og MBA. Hún hefur unnið að mörgum ráðgjöfgjafaverkefnum, sinnt námskeiðahaldi og skrifað greinar um stjórnun.Stjórnun breytinga í opinbera geiranum – hvernig virkjum við mannauðinn í ferlinu?

Print Friendly, PDF & Email