Árangursrík innleiðing breytinga hjá stofnunum

Hagnýt vinnusmiðja fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum

Tveir hálfir dagar, þriðjudaginn 25. nóvember kl. 12:30- 16:30 og fimmtudaginn 27. nóvember 2014 kl. 12.30-16:30 í stofu 202- Hamar, húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð.
Þátttökugjald kr.  28.500,- Skráning á námskeiðið hér
Hámarksfjöldi þátttakenda er 25-30 manns.

Vinnusmiðjan er samstarfsverkefni Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála

Leiðbeinandi er Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi hjá Strategíu. Gestafyrirlesari verður  Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Sigríður Lillý mun segja frá þeim breytingum sem unnið hefur verið að innan TR síðastliðin ár og árangri þeirra.

Breytingar eru erfiðar bæði fyrir þá sem leiða þær og þá sem upplifa þær. Rannsóknir sýna að í 90% tilfella ná fyrirtæki/ stofnanir ekki þeim árangri sem var skilgreindur í upphafi breytinga. Góður undirbúningur er grunnurinn að árangursríkri innleiðingu en rannsóknir sýna að hann er oftast mjög takmarkaður.

Markmið vinnusmiðjunnar er að efla þátttakendur í að undirbúa breytingarferlið og þannig stuðla að árangursríkri innleiðingu. Vinnusmiðjan byggir á verklegum æfingum þar sem þátttakendur vinna að því að undirbúa innleiðingu ákveðinna breytinga. Þátttakendur læra að nýta ákveðin verkfæri sem geta auðveldað innleiðinguna og þeir geta nýtt í sínu starfsumhverfi.

Aðferðafræðin sem verður kynnt til sögunnar getur nýst stofnunum í hvaða breytingarferli sem er, hvort sem um sameiningu stofnana sér að ræða, skipulagsbreytingar, innleiðingu á nýju kerfi eða breytt verklag. Allar breytingar kalla á góðan undirbúning ef vel á að takast til.

Guðrún Ragnarsdóttir er ráðgjafi hjá Strategíu. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun breytinga en sl. 15 ár hefur hún unnið að ýmsum verkefnum á því sviði m.a. sem gæðastjóri hjá Landsvirkjun, forstöðumaður gæðastjórnunar hjá Íslandsbanka, sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs BYKO og nú síðast sem framkvæmdastjóri LÍN.  Guðrún er viðskiptafræðingur og MBA.  Hún hefur unnið að mörgum ráðgjöfgjafaverkefnum, sinnt námskeiðahaldi og skrifað greinar um stjórnun.

Print Friendly, PDF & Email