Opinn morgunfundur verður haldinn fimmtudaginn 20. mars kl. 9:00-11:00, á Háskólatorgi, stofu HT-104. Umfjöllunarefni fundarins ber yfirskriftina: Hvað þarf til að jafna kjör á milli vinnumarkaða?
Fundurinn er hluti af ráðstefnunni Viðskipti og vísindi í HÍ og er haldinn í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Einnig má finna nánari upplýsingar á vefsíðu ráðstefnunnar og á facebook viðburði fundarins.
Upplýsingar um efni fundarins og fyrirlesara hafa verið sendar til félagsmanna, en meðal fyrirlesara verður Helga Þórisdóttir, formaður stjórnar FFR og forstjóri Persónuverndar.
Aðgangur er ókeypis og kaffi og veitingar verða í boði.