Skýrsla um starfskjör forstöðumanna

Félag forstöðumanna ríkisstofnana fékk Talnakönnun til að skoða starfskjör forstöðumanna ríkisstofnana og þróun þeirra og bera saman við tiltekna viðmiðunarhópa. Niðurstöður þeirrar vinnu eru birtar í skýrslu sem gefin var út í mars 2021. Helstu niðurstöður eru að launakjör forstöðumanna halda ekki í við launavísitölu þrátt fyrir nýtt launakerfi. Skrifstofustjórar ráðuneyta og ráðuneytisstjórar hafa hækkað meira í launum en forstöðumenn ríkisstofnana. Ráðuneytisstjórar hafa hækka 6% meira og skrifstofustjórar 12% meira. Samanburðurinn nær yfir tímabilið 2010-2021. Þá sýnir þróun launa forstöðumanna að þau halda ekki í við þróun launavísitölu fyrir sama tímabil. Laun forstöðumanna ríkisstofnana þyrftu að hækka um 4,7% til að halda í við launavísitölu. Jafnframt sýnir skýrslan að starfsöryggi forstöðumanna ríkisstofnana er lakara en framangreindra viðmiðunarhópa.

Skýrsluna má nálgast hér.

Print Friendly, PDF & Email