Nýsköpunardagur hins opinbera 2021

Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn fimmtudaginn 21. janúar 2021 kl. 9:00-11:30.

Þema dagsins er: Áhrif COVID-19 á opinbera þjónustu-lærdómur til framtíðar. Markmiðið er skoða þau tækifæri sem COVID-faraldurinn hefur skapað til þess að bæta þjónustu hins opinbera og hraða jákvæðum breytingum til framfara. Skipuleggjendur dagsins hafa leitað til FFR og auglýsa eftir forstöðumönnum sem eru reiðubúnir til að segja frá reynslu sem tengist þema dagsins. Áhugasamir félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við nýsköpunarvef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Nánari upplýsingar um daginn má finna á vefsíðu stjórnarráðsins.

Einnig má lesa um daginn á Facebooksíðu dagsins.

Print Friendly, PDF & Email