Niðurstöður könnunar um starfsviðtöl o.fl.

Í nóvember sl. fengu félagsmenn tækifæri til að taka þátt í könnun félagsins um starfsviðtöl, endurgjöf í starfi, auglýsingar á störfum og endurskipun í embætti. Tölulegar niðurstöður könnunarinnar má nálgast hér:

https://www.surveymonkey.com/stories/SM-SXXDL35Y/

Stjórn FFR þakkar félagsmönnum fyrir góða þátttöku. Helstu niðurstöður könnunarinnar og athugasemda sem henni fylgdu eru þær að einungis 6 af 38 forstöðumönnum á fyrsta skipunartímabili hafa fengið boð um starfsviðtal, eða 11%. Af þeim fá 5% árlega starfsviðtal.

Einungis 0-5% forstöðumanna fá árlega endurgjöf frá sínu ráðuneyti. Einungis 1,9% forstöðumanna með meira en fimm ára starfsreynslu hafa fengið árlega endurgjöf.

Reynsluboltar fá mjög sjaldan viðtöl, jafnvel þó þeir kalli eftir þeim og engin skipuleg endurgjöf virðist vera til staðar.

Félagsmálaráðuneytið virðist standa sig skást í endurgjöf og viðræðum við forstöðumenn sinna stofnana.

Þrátt fyrir að niðurstöðurnar hafi ekki verið eins og stjórn FFR hefði viljað sjá og ekki í samræmi við stjórnendafræðin þá fer betur á að horfa fram á veginn. Stjórn vill sjá umbætur og ganga úr skugga um að stjórnendasamtöl við forstöðumenn verði helst einu sinni á ári; að minnsta kosti þrisvar sinnum á fimm ára skipunartíma.

Stjórn FFR hefur kynnt kjara- og mannauðssýslu ríkisins niðurstöðurnar sem mun koma þeim áleiðis til ráðuneytanna. Rétt er að minna á að innleiðing skipulegra samtala milli forstöðumanna og ráðuneyta stendur nú yfir enda hluti af af innleiðingu stjórnendastefnu ríkisins.

Print Friendly, PDF & Email