Morgunverðarfundur um stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar þriðjudaginn 18. apríl 2023

Morgunverðarfundur um stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi kl. 8:00-10:00 á Grand Hótel í Reykjavík.

Fundurinn er haldinn á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Á fundinum mun Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og lögfræðisviðs Ríkisendurskoðunar fjalla um hvað skoðað er í stjórnsýsluúttektum og hverjar áherslur Ríkisendurskoðunar eru í þeim efnum. Þá munu þau Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins miðla af reynslu sinni og hvaða lærdóm megi draga af slíkri úttekt.

Nánari upplýsingar um fundinn og skráningu má finna hér.

Print Friendly, PDF & Email