Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið drög að reglugerð um skyldur og ábyrgð forstöðumanna við framkvæmd fjárlaga, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjármál, og birt á Samráðsgátt.

Reglugerðinni er ætlað að stuðla að virkara eftirliti með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár og aukins aga við framkvæmd fjárlaga með því að  ábyrgð og skyldur á framkvæmd fjárlaga eru skýrðar.  Lögð er áhersla á stefnumótun ríkisaðila og ábyrgð forstöðumanna á rekstri ríkisaðila.

Forstöðumenn eru hvattir til að kynna sér efni draganna en frestur til að koma að athugasemdum er til 4. september 2019.