Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til evrópsku stjórnsýsluverðlaunanna European Public Sector Awards, EPSA 2019, en þessi eftirsóttu verðlaun eru veitt annað hvert ár fyrir framúrskarandi nýjungar í opinberri þjónustu og stefnumótun. Yfirskrift verðlaunanna að þessu sinni er: Nýjar lausnir við flóknum viðfangsefnum – opinber þjónusta við allra hæfi, sjálfbær og framsýn (New solutions to complex challenges – A public sector citizen-centric, sustainable and fit for the future).

Allar stofnanir ríkis og sveitarfélaga í Evrópu geta hlotið verðlaunin, ásamt fyrirtækjum og félögum í opinberri eigu og/eða opinberri þjónustu. Þar af leiðandi geta meðumsækjendur um verðlaunin t.d. verið einkafyrirtæki í opinberum rekstri og/eða frjáls félagasamtök, svo framarlega sem umsækjandi er opinber stofnun eða stjórnvald.

Frestur til að senda inn tilnefningar rennur út 18. apríl nk.

Hér er hægt að fræðast nánar um verðlaunin og rafrænt umsóknarform má nálgast r.

Print Friendly, PDF & Email