Í nýsköpunarstefnu fyrir Ísland verða áherslur í nýsköpun innan hins opinbera kynntar. Opinber nýsköpun er skilgreind ný eða umtalsvert breytt aðferð til að bæta starfsemi og árangur á vinnustaðnum. Nýsköpunin þarf að fela í sér nýjungar fyrir vinnustaðinn en hún má hafa verið notuð annars staðar áður eða hafa verið þróuð af öðrum. Skilyrði fyrir að verkefni teljist nýsköpun er að það hafi skapað virði í gegnum aukin gæði í þjónustu, aukna skilvirkni vinnustaða, aukna þátttöku almennings, bætta starfsánægju eða aukið virði fyrir nærumhverfið.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið efndi til vinnufundar með aðilum ríkis og sveitarfélaga um nýsköpun opinberra vinnustaða og er afrakstur fundarins þau 10 áherslumál í nýsköpun hjá hinu opinbera sem nú eru lögð í samráð.

Nánar má lesa um nýsköpun hjá hinu opinbera hér

Nánari upplýsingar er að finna hér, en umsagnarfrestur er til 12. apríl 2019.

Print Friendly, PDF & Email