Fimmtudaginn 24. október næstkomandi býður Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, félagsmönnum að heimsækja stofnunina, kynnast starfseminni og skoða Eddu, nýtt og glæsilegt hús íslenskunnar, sem vígt var við hátíðlega athöfn á síðasta ári. Dagskráin hefst kl. 15:00 og hafa nánari upplýsingar um heimsóknina og skráningu verið sendar til félagsmanna.