Stjórn FFR boðar til félagsfundar föstudaginn 27. september nk. kl. 13:00-14:15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands með framkvæmdahópi innviðaráðherra um óstaðbundin störf.
Á fundinum munu fulltrúar framkvæmdahópsins kynna stefnu stjórnvalda og aðgerðina Óstaðbundin störf fyrir félagsmönnum. Áhersla verður lögð á að fá fram sjónarmið félagsmanna á styrkjum til ríkisstofnana á höfuðborgarsvæðinu sem auglýstir verða í október.
Nánari upplýsingar um fundinn hafa verið sendar til félagsmanna.