Glærur frá morgunverðarfundi um hollustu, traust og starfsanda á tímum breytinga og óvissu

Glærur frá morgunverðarfundi um hollustu, traust og starfsanda á tímum breytinga og óvissu

Morgunverðarfundur um hollustu, traust og starfsanda á tímum breytinga og óvissu var haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 30. nóvember 2010. Hér má sjá nánara yfirlit yfir fundinn og glærur fyrirlesara.

Hollusta, traust og starfsandi á tímum

breytinga og óvissu

Ráð til stjórnenda og starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum

Morgunverðarfundur þriðjudaginn 30. nóvember á Grand hótel Reykjavík kl. 8-10 á vegum Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða

Dagskrá:

1. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent, viðskiptafræðideild HÍ.
Vinnustaðamenning, hollusta og tryggð – markviss stefna en skortur á samhæfingu.

2. Margrét S. Björnsdóttir aðjúnkt, stjórnmálafræðideild HÍ.
Traust og trúverðugleiki sem einn lykilþátta í árangri stjórnenda og stofnana.

3. Dr. Tómas Bjarnason sviðsstjóri starfsmanna- og kjararannsókna hjá Capacent.
Áhrif samráðs og upplýsingagjafar á starfsfólk í hagræðingaferli – eru opinberi geirinn og einkageirinn ólíkir? Niðurstöður könnunar Capacent.

4. Dr. Sigrún Gunnarsdóttir lektor, hjúkrunarfræðideild HÍ.
Traust og uppbyggjandi samskipti. Innleiðing þjónandi forystu á Landspítala.

Fundarstjóri: Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.

Opinberar stofnanir standa frammi fyrir kröfum um niðurskurð, sparnað og aðhald í rekstri. Stjórnendur hafa m.a. brugðist við með uppstokkun á starfsemi, sameiningu starfseininga og endurskoðun á starfsháttum sem hafa m.a. leitt til breytinga í starfsmannahaldi og jafnvel uppsagna starfsmanna og niðurlagningu starfa. Þessar breytingar hafa áhrif á líðan og afköst starfsmanna og um leið á starfsanda og fyrirtækjamenningu. Á fundinum var rætt um hvernig hægt sé að hlúa að starfsanda, byggja upp hollustu og traust og efla samskipti á tímum breytinga og óvissu. Fyrirlesarar voru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í viðskiptafræðideild sem fjallaði um hollustu og tryggð starfsmanna með hliðsjón af vinnustaðamenningu íslenskra skipulagsheilda. Margrét S. Björnsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ ræddi um mikilvægi trausts og trúverðugleika og hvað byggi slíkt upp. Dr. Tómas Bjarnason sviðsstjóri fór yfir niðurstöður nýlegrar könnunar Capacent sem leiðir í ljós að opinberar stofnanir og einkafyrirtæki nota ólíkar aðferðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri m.a. hvað varðar samráð við starfsmenn. Að lokum ræddi Sigrún Gunnarsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ um hugmyndafræði þjónandi forystu í stjórnun fyrirtækja og stofnana, innleiðingu hennar á Landspítala og áhrif á starfsemi spítalans.

Print Friendly, PDF & Email