Fundur um Netvá 9. maí 2012, kl. 9:00

Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við fjármálaráðuneytið og Póst- og fjarskiptastofnun boða til fundar um netvá miðvikudaginn 9. maí kl. 9:00-11:00 á Hilton Reykjavík Nordica í Reykjavík. Vinsamlega skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á: [email protected]

 

Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við fjármálaráðuneytið og Póst- og fjarskiptastofnun boða til fundar um netvá miðvikudaginn 9. maí kl. 9:00-11:00 á Hilton Reykjavík Nordica í Reykjavík.

Netvá er heiti yfir árás eða óheimilan aðgang og aðgerðir á viðföngum (forritum) eða gögnum í tölvukerfum. Enska heitið sem almennt er notað er „cyber attack“, „hacking“ og þess háttar. Síðustu mánuði hefur slíkum árásum fjölgað gríðarlega bæði hérlendis og erlendis. Mörg stórfyrirtæki og stofnanir hafa orðið fyrir barðinu þrátt fyrir að þau hafi haft upp nokkurn viðbúnað til að bregðast við slíkum árásum. Tjón af slíkum árásum getur verið verulegt bæði beint fjárhagstjón, álitshnekkir og tap á upplýsingum. Meðal aðila sem hafa orðið fyrir barðinu á slíkum árásum er Sony, Lockheed Martin, Google, Nato, Evrópusambandið. Hér á landi hafa margar árásir verið gerðar og má nefna árás á vef Bændasamtaka Íslands og Vísi.is. Hvað er til ráða og hvernig er hægt að verjast þessari ógn?

Til að kynna vandann og svara því hvað hægt er að gera hefur Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við fjármálaráðuneytið og Póst- og fjarskiptastofnun fengið fjóra fyrirlesara til að halda erindi um málið.

MG Jonathan Shaws. Jonathan er yfirmaður aðgerða hjá breska varnarmálaráðuneytinu og hefur stýrt samræmingu aðgerða í Bretlandi. Hann mun fjalla um þróun mála í Bretlandi og reynslu breskra stjórnvalda af því að takast á við þessa ógn.

Lennart Engvall. Lennart mun fjalla um stöðu mála í Svíþjóð og ræða sérstaklega um árásir og varnir á stoðkerfi landsins s.s, rafmagn, fjarskipti o.þ.h.

Guðmundur H Kjærnested, hjá Stjórnarráði Íslands hefur verið unnið markvisst að því að efla varnir gegn Netvá. Guðmundur H. Kjærnested mun fjalla um þá vinnu og ræða hvað stofnanir og einstaklingar geta gert til að auka öryggi hjá sér.

Hrafnkell V Gíslason. Hrafnkell er forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar sem er rekstraraðili á CERT-ÍS sem er öryggis og viðbragðshópur gegn Netvá. Hrafnkell mun fjalla um starfsemi hópsins og reynsluna hingað til.

Chris Jagger hjá fyrirtækinu 2CreatEffects er þakkað sérstakalega fyrir aðstoð við undirbúningi fundarins (http://www.2createffects.com/)

Vinsamlega skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á: [email protected]

fyrir 8. maí nk.

Bestu kveðjur

Magnús Guðmundsson, formaður FFR

 

Print Friendly, PDF & Email