Innleiðing laga um opinber fjármál: Ný aðferðarfræði og nýjar áskoranir – 28. apríl 2016

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og Félag forstöðumanna ríkisstofnana, í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneyti, kynna morgunverðarfund.

Innleiðing laga um opinber fjármál: Ný aðferðarfræði og nýjar áskoranir

Morgunverðarfundur, fimmtudaginn 28. apríl, kl. 8:30-10:00 á Grand hótel Reykjavík
Morgunverður frá kl. 8:00,  er innifalinn í þátttökugjaldinu sem er kr. 5.500-

Ný lög um opinber fjármál tóku gildi í byrjun árs 2016 og munu þau hafa mikil áhrif á fjárlagagerð stofnana og ráðuneyta. Lögin kalla á breytingar er varða stefnumótun um fjármál ríkis og sveitarfélaga, reglur um undirbúning og framkvæmd fjárlaga, ásamt því að reglur um reikningshald eru færðar nær því sem þekkist erlendis.
Innleiðing laganna fela í sér verulegar breytingar á viðteknum verkferlum og verkaskiptingu þeirra sem að þeim koma að fjárlagagerðinni. Lögin fela í sér grundvallarbreytingar við undirbúning og framsetningu fjárlaga þar sem fjárlagafrumvarp mun nú greina frá útgjöldum til málefnasviða og málaflokka í stað þess að greint sé frá einstökum fjárveitingum til ríkisaðila. Fjárlagagerðin mun tengist gerð stefnumótunar fyrir hvert ráðuneyti og stofnanir þess; mati á fjárþörf, tillögum að fjárveitingum, markmiðsetningu og árangursmælingum. Þetta nýja verklag felur í sér miklar áskoranir fyrir forstöðumenn og starfsmenn ráðuneyta.
Til að kynna helstu breytingar við undirbúning fjárlagagerðarinnar og eftirfylgni með fjárlögum munu fulltrúar frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, kynna helstu þætti nýs verklags við fjárlaga- og áætlanagerð og Stefán Guðmundsson, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, mun fjalla um verklag við gerð stefnumótunar fyrir ráðuneytið og stofnanir þess.
Dagskrá:
8:30-9:15     Fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis, Þórhallur Arason og Ólafur Reynir Guðmundsson: Lög um opinber fjármál og heildarmynd nýs verklags út frá sjónarhóli stofnana.
9:15-9:40    Stefán Guðmundsson, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, fjallar um verklag við gerð stefnuskjals fyrir málefnsviðið, Umhverfismál.
9:40-10:00    Pallborðsumræður og spurningar úr sal.

Fundarstjóri:  Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.

Glærur frá morgunverðarfundum má nálgast á sérstöku vefsvæði Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnamála og FFR; http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/node/1060. Einnig verður hægt að fá upptöku af hljóði (hljóðskrá) og kynningarefnið sent, með því að skrifa til: [email protected]

Print Friendly, PDF & Email