Fréttir frá 25 ára afmælisfundi FFR

Félag forstöðumanna ríksisstofnana fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli sínu. Af því tilefni var boðið til hádegisverðarfundar á Grand Hóteli miðvikudaginn 25. janúar. Formaður félagsins, Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands tók á móti fólki, bauð það velkomið og mælti nokkur orð.
Félag forstöðumanna ríksisstofnana fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli sínu. Af því tilefni var boðið til hádegisverðarfundar á Grand Hóteli miðvikudaginn 25. janúar. Formaður félagsins, Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands tók á móti fólki, bauð það velkomið og mælti nokkur orð. Að þeim mæltum gaf hann fyrsta formanni félagsins, Óla H. Þórðarsyni orðið. Erindi Óla, sem í senn var stórskemmtilegt og fróðlegt, fjallaði um uppruna félagsins og hvernig félagið hefur styrkst og þróast í gegnum árin [Erindi Óla]. Að loknu erindi Óla fjallaði Steingrímur Ari Arason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands um kjaramál forstöðumanna og þá stöðu sem þau eru í þessa dagana [glærur Steingríms Ara].

 

Print Friendly, PDF & Email