Bætt umgjörð fjárlagagerðar, horft til framtíðar

Bætt umgjörð fjárlagagerðar, horft til framtíðar

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og fjármálaráðuneyti í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stóðu fyrir vel sóttum morgunverðarfundi um bætta umgjörð fjárlagagerðar og framtíðarsýn miðvikudaginn 25. janúar og var fundurinn haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá fundar var þessi:

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og fjármálaráðuneyti í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stóðu fyrir morgunverðarfundi um bætta umgjörð fjárlagagerðar og framtíðarsýn miðvikudaginn 25. janúar og var fundurinn haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá fundar var þessi:

  1. Inngangserindi hélt Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands og formaður FFR.[erindi Magnúsar]
  2. Gunnar Hall fjársýslustjóri ræddi núgildandi lög og reglur um fjárreiður ríkisins og helstu styrkleika og veikleika á því sviði.[glærur Gunnars Hall]
  3. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi fjallaði um sjónarmið Ríkisendurskoðunar og fjárreiður ríkisins.[glærur Sveins Arasonar]
  4. Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins fjalaði um nýja löggjöf um opinber fjármál, álitamál og áherslur.[glærur Guðmundar Árnasonar]
  5. Halldór Árnason hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins fjalaði um opinber fjármál og áhrif þeirra á atvinnulífið.[erindi Halldórs]
  6. Kristján Þór Júlíusson alþingismaður og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis fjallaði um fjárveitingavald Alþingis og eftirlit með framkvæmd fjárlaga. [glærur Kristjáns Þórs]
  7. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar fjallaði um þá spurningu hvort ávinningur af auknu samráði við forstöðumenn ríkisstofnana um fjárlagagerð geti bætt fjárlagagerðina og hvernig nýta megi rýni á núverandi fyrirkomulag til þess að bæta vinnubrögð. [glærur Kristínar Lindu]

Að loknum framsöguerindum voru pallborðsumræður undir stjórn Þórdísar Arnljótsdóttur fréttamanns en fundarstjóri var Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og sá hann einnig um að draga saman helstu niðurstöður í lok fundar [samantekt Magnúsar].

Print Friendly, PDF & Email