Frá formanni: Dagskrá félagsfundar 10.11.2011 og ályktun fundar vegna brota Kjararáðs

Magnús Guðmundsson formaður FFR flutti erindi á félagsfundi þann 10.11.2011 en í erindi sínu var honum tíðrætt um mikilvægi trausts í samskiptum.
Dagskrá félagsfundar FFR þann 10.11.2012:

  • Setning fundar: Magnús Guðmundsson, formaður FFR
  • Kjaramál forstöðumanna: Steingrímur Ari Arason
  • Vinna nefndar um starfsskilyrði og kjör forstöðumanna: Stefán Eiríksson og Margrét Friðriksdóttir
  • Tillögur lagðar fram um næstu skref í kjaramálum
  • Önnur mál.

Ályktun félagsfundarins sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða fundarmanna:

Ályktun fundar í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana  (FFR) vegna brota kjararáðs

Félagsfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) haldinn 10. nóvember 2011 samþykkir að fela stjórn og starfskjaranefnd félagsins að halda áfram undirbúningi málshöfðunar á hendur ríkinu vegna brota kjararáðs á skyldum sínum samkvæmt lögum nr. 47/2006 um ráðið.

Að mati FFR er það brot á lögum um kjararáð að ráðið hafi frestað með úrskurði frá 28. júní síðastliðnum að afturkalla launalækkun forstöðumanna ríkisstofnana sem gilti samkvæmt sérstöku lagaákvæði um launafrystingu frá 1. mars 2009. Kjararáð hefur jafnframt frestað að ákvarða forstöðumönnum ríkisstofnana laun með hliðsjón af launaþróun síðustu missera og innra samræmis þeirra sem undir ráðið heyra. Þá hefur kjararáð við gerð úrskurðarins frá 28. júní 2011 brotið gegn ákvæðum stjórnsýslulaga um andmælarétt, málshraða og meðalhóf.

Print Friendly, PDF & Email