Frá félagsfundi FFR sem haldinn var á Grand hóteli 13. nóvember

 

Á ágætlega sóttum félagsfundi FFR á Grand hóteli sem hátt í 50 félagsmenn mættu til var fjallað um mannauðsstjórnun forstöðumanna ríkisstofnana, leiðir til árangurs í ríkisrekstri og kjara- og réttindamál forstöðumanna. Magnús Guðmundsson formaður FFR opnaði fundinn og ræddi hann meðal annars um ímynd forstöðumanna og mikilvægi þess að almenningi yrði gefinn kostur á að skyggnast inn í stofnanir og fá vitneskju um það fjölbreytta og góða starf sem þar er unnið.

Dagskrá fundarins

  • Opnun fundar. Magnús Guðmundsson formaður FFR opnaði fundinn og ræddi hann meðal annars um ímynd forstöðumanna og mikilvægi þess að almenningi yrði gefinn kostur á að skyggnast inn í stofnanir og fá vitneskju um það góða og fjölbreytta starf sem þar fer fram. Nefndi hann í þessu samhengi afar fróðlegt viðtal á sjónvarpsstöðinni INN við forstjóra MATÍS um starfsemi þeirrar stofnunar.
  • Ásta Bjarnadóttir flutti erindi sem bar heitið Heildstæð mannauðsstjórnun forstöðumanna ríkisstofnana: Aðferðir og ávinningur. Ásta Bjarnadóttir er ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar hjá Capacent og doktor í vinnu- og skipulagssálfræði og var sérlega áhugavert að heyra hennar sýn á því hvernig mannauðsstjórnun ríkisins er gagnvart forstöðumönnum ríkisstofnana [glærur Ástu]
  • Þorvaldur Ingi Jónsson ráðgjafi og MS í stjórnun og stefnumótun flutti erindi sem bar heitið: Sjö lyklar að árangri í ríkisrekstri og ræddi hann meðal annars um hvaða forsendur þurfi að vera til staðar svo árangur náist í ríkisrekstri [sjá glærur Þorvaldar] og lesa má skýrslu hans um samræmdar leiðir til árangurs í ríkisrekstri hér .
  • Steingrímur Ari Arason forstjóri Sjúkratrygginga Ísland fjallaði um stöðuna í kjara- og réttindamálum forstöðumanna ríkisstofnana [sjá glærur Steingríms Ara]

 

  • Magnús Guðmundsson formaður FFR ræddi í lokin um þau verkefni sem eru framundan hjá félaginu og þakkaði að lokum fundarmönnum þátttökuna.

Fundarstjóri var Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður í Vík.

Print Friendly, PDF & Email