Boðað var til félagsfundar (jólafundar) í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík þann 13. desember 2017 kl. 11:00 – 13:00. 

Margt hefur verið á döfinni hjá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana síðustu vikur. Ráðning starfsmanns, Jóhönnu Áskels Jónsdóttur lögfræðings, og leiga skrifstofu í húsnæði Neytendasamtanna Hverfisgötu 105 frá og með 1. janúar 2018. Nýlega hefur félagið fengið fyrstu greiðslur frá Fjársýslu ríkisins til að standa undir þessari starfsemi. Samstarfið við Kjara- og mannauðssýslu ríkisins hvað varðar starfsumhverfi okkar hefur haldið áfram og mikilvægt að ræða ýmislegt hvað það varðar. Stjórn FFR hefur rætt um þær lagabreytingar sem þarf að gera á lögum félagsins.

Til að upplýsa um stöðu mála og fá fram umræðu um þessi atriði boðaði stjórn FFR til þessa fundar.

Stjórn FFR minnir á að kjararáð getur ekki tekið við nýjum erindum til endurskoðunar launa forstöðumanna eftir 31. desember næstkomandi.  Stjórnin hvetur þá forstöðumenn sem vilja fá úrskurð kjararáðs um hækkuð laun vegna aukinnar ábyrgðar, fjölgunar verkefna eða annarra slíkra ástæðna, til að senda kjararáði erindi fyrir áramót. Þeir forstöðumenn sem ekki gera það munu vissulega fá laun sín endurmetin samkvæmt nýju kerfi í umsjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, en búast má við að slíkt geti tekið langan tíma.

Dagskrá fundarins kl. 11:00-13:00:

  1. Kjör fundarstjóra, Magnús Guðmundsson og fundarritara, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir  
  2. Nýtt hlutverk FFR, starfsmaður, húsnæði og fleira, Björn Karlsson, formaður FFR
  3. Fjármál FFR, Kristín L. Árnadóttir
  4. Vinna við nýtt starfsumhverfi – staðan, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir
  5. Mögulegar tillögur stjórnar FFR að lagabreytingum, Kristín L. og Björn K.
  6. Framhaldsaðalfundur FFR, lok janúar, Björn K.
  7. Umræður

Fundinum verður streymt á slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=YzB8S3eiq-E

Print Friendly, PDF & Email