Hvernig má efla nýsköpun í opinberum rekstri ríkis og sveitarfélaga? Morgunverðarfundur 25. janúar 2018

Hvernig má efla nýsköpun í opinberum rekstri ríkis og sveitarfélaga? Nýjar kröfur, æskilegir stjórnunarhættir og stofnanamenning nýsköpunar – Lærdómsrík dæmi um nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi.

Morgunverðarfundur var haldin 25. janúar kl. 8.30-10.30, á Icelandair Hótel Natura (Hótel Loftleiðir) í samstarfi Stofnunar stjórnsýslufræða v. HÍ, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Ríkisendurskoðunar og skrifstofu umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Innlegg fluttu þau Gestur Páll Reynisson sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, Marta Birna Baldursdóttir sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Gylfi Dalmann dósent við viðskiptafræðideild HÍ og Nikolaj Lubanski höfundur bóka um opinbera nýsköpun, forstöðumaður hjá Copenhagen Capacity Talent Department og stundakennari við HÍ, auk einstaklinga sem segja frá lærdómsríkum nýsköpunarverkefnum í opinberum rekstri á Íslandi: Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri, Björn Logi Þórarinsson taugasérfræðingur, Anna María Þorkelsdóttir Hólabrekkuskóla, Þór G. Þórarinsson Velferðarráðuneyti og María Rut Kristinsdóttir fv. starfsmaður Dómsmálaráðuneyti. Í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á nýsköpun, og segir m.a. að lögð verði ..“áhersla á að hvetja til nýsköpunar á sviði opinberrar þjónustu og stjórnsýslu, velferðarþjónustu og verkefna í þágu loftslagsmarkmiða“. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar Nýsköpun í ríkisrekstri, er áhersla á bætta stefnumótun, samstarf, samhæfingu og stuðning við stofnanir að þessu leyti. Á morgunverðarfundinum kynnti Ríkisendurskoðun ábendingar til aukins árangurs í nýsköpun hjá hinu opinbera, kynntir voru áhugaverðir hlutir sem eru að gerast á Norðurlöndum, fjallað var um stofnanamenningu og stjórnunarhætti sem stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri og rannsókn sem sýnir sérstöðu opinbers rekstrar á Íslandi að þessu leyti og tekin lærdómsrík dæmi um nýsköpun, innlend og erlend.

Smellið hér til þess að niðurhala hljóðupptöku af morgunverðarfundinum 25. janúar

Dagskrá:

8.00-8.30    Létt morgunhressing

8.30-8.35        Björn Karlsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana setur fundinn

8.35-8.50        Ábendingar Ríkisendurskoðunar um eflingu nýsköpunar í opinberum rekstri? Gestur Páll Reynisson, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun

8.50-9.05   Hvað getum við lært af Norðurlöndum um eflingu nýsköpunar í opinberum rekstri og þjónustu? Marta Birna Baldursdóttir, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti

9.05-9.20        Stofnanamenning nýsköpunar: Hvað einkennir hana, er munur á menningu opinberra stofnana og fyrirtækja á Íslandi að þessu leyti? Góð ráð til stjórnenda hins opinbera. Gylfi Dalmann, dósent við viðskiptafræðideild HÍ

9.20-9.30        Starfshættir stjórnenda sem stuðla að nýsköpun. Nikolaj Lubanski, forstöðumaður hjá Copenhagen Capacity Talent Department

9.30-10.30         Lærdómsrík dæmi um nýsköpun í opinberum rekstri og þjónustu:

Skilgreiningin á nýsköpun sem gengið er út frá er þessi: „Nýsköpun takmarkast ekki við nýjar afurðir (products). Flestar skipulagsheildir leita nýrra og betri leiða við skipulag, vinnubrögð og það að bjóða viðskiptavinum og skjólstæðingum eða sjúklingum upp á nýjar tegundir þjónustu. Því er nýsköpun oftast skilgreind vítt (broad terms), og nær yfir aðlögun tækja, kerfa, ferla, verkefna (programs), afurða eða þjónustu, sem er þá ný fyrir viðkomandi skipulagsheild.“

Print Friendly, PDF & Email