Aðalfundur FFR 8. maí 2012

Aðalfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) var haldinn á Grand Hótel 8. maí 2012. Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti og hófst fundurinn með því að Magnús Guðmundsson formaður félagsins flutti stutt ávarp. Magnús Pétursson var fundarstjóri.
Frá aðalfundi FFR 2012
Aðalfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) var haldinn á Grand Hótel 8. maí 2012. Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti og hófst fundurinn með því að Magnús Guðmundsson Magnús Guðmundsson formaður FFRformaður félagsins flutti ávarp og setti fundinn [sjá glærur formanns]. Að setningu lokinni steig Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri sóknaráætlana landshlutanna  í pontu og flutti erindi um þetta verkefni sem felur í sér stefnumörkun og framtíðarsýn um það hvernig samskiptum ríkis og sveitarfélaga verði best fyrir komið og er sóknaráætlun landshluta ætlað að skerpa og skýra samskiptaferlið milli ríkis og sveitarfélaga [sjá glærur Hólmfríðar].

Þá var komið að því að formaður félagsins, Magnús Guðmundsson, flytti skýrslu stjórnar um starfsemina síðastliðið starfsár en Ársskýrslu félagsins má lesa í heild sinni hér. Í ræðu sinni fór Magnús yfir helstu verkefni fráfarandi stjórnar. Gerði hann grein fyrir starfinu síðastliðið starfsár, fundum og námskeiðum sem haldin hafa verið. Hann fór yfir stöðu mála eins og hvernig samskiptum félagsins við Kjararáð er háttað, hvernig samskipti félagsins við stjórnvöld ganga og helstu sameiginlegu verkefni á því sviði. Ræddi hann meðal annars um vinnu vinnu Starfskjaranefndar undir stjórn Steingríms Ara, um vinnu starfshóps um stöðu, starfsskilyrði og kjör forstöðumanna, umsagnir félagsins um lagafrumvörp  og  samráðsnefnd um hagræðingu í stjórnsýslunni sem starfar á vegum fjármálaráðuneytisins.

Gissur Pétursson gjaldkeri FFR lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins. Í máli Gissurar kom fram að nokkur halli hafi verið á rekstri félagsins þetta árið. Ástæða þess væri fyrst og fremst töluverður lögfræðikostnaður félagsins vegna samskipta og ágreinings við Kjararáð um kaup og kjör forstöðumanna. Ekki væri útséð hvernig þau mál þróuðust og því nauðsynlegt að gera ráðstafanir til þess að félagið hafi burði til að sækja sér lögfræðilega aðstoð í baráttunni fyrir bættum kjörum. Í reikningum félagsins kemur fram að aðrir rekstrarliðir félagsins eru í góðu jafnvægi. Reikningar félagsins voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

Engar tillögur voru komnar fram um lagabreytingar og var sá liður á dagskrá fundarins því fljótafgreiddur.

Þá var komið að stjórnarkjöri. Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands gaf kost á sér til endurkjörs og var kosinn með kröftugu lófaklappi. Aðrir sem kosnir voru eru þessir:
Aðalstjórn:
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Landsbókavörður (varaformaður)
Anna Birna Þráinsdóttir, Sýslumaðurinn í Vík (ritari)
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar (gjaldkeri)
Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund (umsjónarmaður heimasíðu og félagaskrár)
Meðstjórnendur:
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar
Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís
Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Starfskjaranefnd:
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar
Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi Ríkisskattstjóri og ráðgjafi.

Samþykkt var að hækka árgjald í félagið úr 7.000 krónum í 10.000 krónur og gjald félagsmanna á eftirlaunum var hækkað úr 1.500 krónum í 2.500 krónur.

Þá var komið að Steingrími Ara Arasyni að flytja skýrslu Starfskjaranefndar. Í erindi sínu fór Steingrímur yfir stöðu mála í samskiptum félagsins við Kjararáð og umboðsmann Alþingis. Hann fór yfir svör Kjararáðs til umboðsmanns Alþingis  og lagði mat sitt á stöðu einstakra atriða í því svari.

Síðasti dagskrárliður fundarins var Önnur mál en enginn kvaddi sér hljóðs og þar með var góðum aðalfundi FFR lokið.

Print Friendly, PDF & Email