Skýrsla fjármálaráðherra um vinnuumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana
Endanleg útgáfa af skýrslu fjármálaráðherra um vinnuumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana er komin hér á vef FFR.
Í marsmánuði 2011 skipaði fjármálaráðherra starfshóp til að fjalla um stöðu, starfsskilyrði og kjör forstöðumanna. Af hálfu Félags forstöðumanna ríkisstofnana voru tilnefnd í starfshópinn þau Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Í marsmánuði 2011 skipaði fjármálaráðherra starfshóp til að fjalla um stöðu, starfsskilyrði og kjör forstöðumanna. Af hálfu Félags forstöðumanna ríkisstofnana voru tilnefnd í starfshópinn þau Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Af hálfu fjármálaráðuneytis voru tilnefnd Ingþór Karl Eiríksson, sérfræðingur fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjármálaráðuneytis, Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis og var hann jafnframt skipaður formaður og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stefnumótun við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ritari starfshópsins var Ágústa Hlín Gústafsdóttir, sérfræðingur á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis.
Hópurinn fjallaði annars vegar um ytra umhverfið þ.e. þann lagaramma sem stofnunum er almennt búinn sem og framkvæmd innan núverandi ramma. Hins vegar fjallaði hópurinn um stöðu forstöðumannsins sjálfs. Hvað þann þátt varðar þá beinast ábendingar og athugasemdir forstöðumanna að flestum ef ekki öllum þáttum hennar. Sjónarmið forstöðumanna í þessum efnum eru hins vegar ekki einsleit eða afdráttarlaus, en sammerkt má segja að kallað sé eftir meiri samræmingu og fagmennsku á þessu sviði.
Skýrsluna í heild sinni er hægt að lesa hér: [Tillögur starfshóps um vinnuumhverfi forstöðumanna] .