Minnisblað Advel lögmannsstofu vegna bréfs fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 27. febrúar 2018

Minnisblað Advel lögmannsstofu

Að beiðni FFR hefur lögmannsstofan Advel unnið minnisblað vegna svarbréfs fjármála- og efnahagsráðuneytisins til FFR, dags. 27. febrúar 2018.  Lögmenn Advel komast að þeirri niðurstöðu að af afstöðu ráðuneytisins megi ráða að tilviksbundið mat verði að fara fram áður en ráðherra taki ákvörðun um að auglýsa embætti laust í lok 5 ára skipunartíma forstöðumanns og að slíkt mat þurfi að byggja á málefnalegum sjónarmiðum.  Þá segir að af umfjöllun ráðuneytisins megi ætla að ríkisvaldið vinni nú að því að samræma og samhæfa þætti er lúta að starfsskilyrðum embættismanna og framtíðarfyrirkomulagi sem um þá eigi að gilda. Með tilkomu samræmds verklags megi ætla að sömu viðmið og sjónarmið verði lögð til grundvallar gagnvart öllum embættismönnum, óháð því undir hvaða ráðuneyti stofnanir þeirra heyri og að ákvarðanir um auglýsingar embætta í lok 5 ára skipunartíma forstöðumanna, sem ekki byggja á tilviksbundnu mati hverju sinni og málefnalegum sjónarmiðum, heyri sögunni til.

Print Friendly, PDF & Email