Aðalfundur FFR 30. maí 2018

Aðalfundur FFR verður haldinn á Grand Hótel miðvikudaginn 30. maí næstkomandi, milli 12:00 og 13:30.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Setning fundar, kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi síðastliðið starfsár
  3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
  4. Lagabreytingar
  5. Stjórnarkjör
  6. Kosning kjörnefndar
  7. Kosning tveggja endurskoðenda félagsreikninga og jafnmargra til vara
  8. Ákveða árgjald félagsmanna
  9. Önnur mál

Kjör formanns og þriggja stjórnarmanna fer fram á fundinum og fer kosningin fram með rafrænum hætti.

Hér er hægt að taka þátt í rafrænni kosningu: Formannskjör 2018 – Rafræn kosning

Hér er hægt að lesa leiðbeiningar um rafræna kosningu.

Tvö framboð bárust til formanns FFR og verður kosið um formann á aðalfundinum. Frambjóðendur eru í stafrófsröð:

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar

Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar Íslands

Þrír einstaklingar bjóða sig fram í þrjú stjórnarsæti. Þar sem framtalsfrestur er liðinn eru þessir aðilar sjálfkjörnir stjórnarmenn.

Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa

Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands

Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Print Friendly, PDF & Email