Aðalfundur FFR 30. maí 2018
Aðalfundur FFR verður haldinn á Grand Hótel miðvikudaginn 30. maí næstkomandi, milli 12:00 og 13:30.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Setning fundar, kjör fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar um starfsemi síðastliðið starfsár
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
- Lagabreytingar
- Stjórnarkjör
- Kosning kjörnefndar
- Kosning tveggja endurskoðenda félagsreikninga og jafnmargra til vara
- Ákveða árgjald félagsmanna
- Önnur mál
Kjör formanns og þriggja stjórnarmanna fer fram á fundinum og fer kosningin fram með rafrænum hætti.
Hér er hægt að taka þátt í rafrænni kosningu: Formannskjör 2018 – Rafræn kosning
Hér er hægt að lesa leiðbeiningar um rafræna kosningu.
Tvö framboð bárust til formanns FFR og verður kosið um formann á aðalfundinum. Frambjóðendur eru í stafrófsröð:
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar Íslands
Þrír einstaklingar bjóða sig fram í þrjú stjórnarsæti. Þar sem framtalsfrestur er liðinn eru þessir aðilar sjálfkjörnir stjórnarmenn.
Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins