Vinnuumhverfi forstöðumanna fimmtudag 11. maí kl. 8:30-10:00

Fimmtudaginn 11. maí mun Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) halda morgunverðarfund kl. 8:30-10:00 á Grand Hóteli, í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneyti (FJR). Helsta umfjöllunarefni fundarins verða þær breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna sem eru í vændum vegna nýrra laga um kjararáð, en einnig mun fjármála- og efnahagsráðherra fjalla um fjárhagsáætlun 2017-2022.

Frummælendur verða Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, Gunnar Björnsson, forstöðumaður Kjara og mannauðssýslu FJR og Björn Karlsson formaður FFR.

Vinsamlegast takið frá þennan tíma, nánari dagskrá verður send út síðar.

 

 

Print Friendly, PDF & Email