Þróun á nýju vinnuumhverfi forstöðumanna – fundur 1. febrúar 2017

Félag forstöðumanna ríkisstofnana kynnir morgunverðarfund:

Þróun á nýju vinnuumhverfi forstöðumanna í ljósi breyttra laga um kjararáð.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 1. febrúar 2017, kl. 8:30, á Grand hótel Reykjavík. Morgunverður frá kl. 8:00 er ókeypis fyrir félagsmenn.

Skrá á morgunverðarfund

Dagskrá
8:00-8:30     Morgunverður.
8:30-8:40     Inngangur – Aðdraganda þessarar vinnu (10 ára ferill):  Björn Karlsson, formaður FFR.
8:40-9:30     Aðdragandi, framkvæmd og reynsla Normanna af breyttu vinnuumhverfi norskra forstöðumannaAsbjörn Valheim, sérfræðingur frá Noregi .
9:30-09:45   Kynning á verkefninu – stóra myndin: Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi FFR
9:45-10:00   Kaffihlé
10:00-10:50 Umræða um hvernig eigi að innleiða nýtt mat á hæfni forstöðumanna ríkisstofnana.
10:50–11:00 Lokaorð – Björn Karlsson, formaður FFR

Upptaka af fundinum     Samantekt frá umræðufundi félagsmanna um afstöðu þeirra má finna hér.

Þann 22. desember s.l. samþykkti Alþingi lög um kjararáð sem gera m.a. ráð fyrir að umsýsla með starfskjörum flestra forstöðumanna ríkisstofnana muni færast frá kjararáði til miðlægrar stjórnsýslueiningar og að unnið verði nýtt og gengsætt verklag vegna launasetningar og margra annarra starfskjaratengdra mála forstöðumanna. Lögin taka ekki gildi fyrr en 1. júlí og því geta forstöðumenn óskað eftir að kjararáð taki laun þeirra til endurskoðunar fram að þeim tíma.

Þó svo að búið sé að samþykkja lögin á eftir að þróa og innleiða allt verklag varðandi fyrirkomulag ráðningarmála, launaákvarðana, frammistöðumats, starfsþróunar, hreyfanleika og starfsloka forstöðumanna. Mjög mikilvægt er að forstöðumenn verði ekki þolendur í þessu ferli heldur gerendur svo að hin verðmæta reynsla og þekking forstöðumanna nýtist við þróun verklagsins.

Stjórn FFR hefur því ráðið Guðrúnu Ragnarsdóttur hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategía til þess að vinna að tillögum að verklagi í samstarfi við Kjara- og mannauðssýslu ríkisins (KMR) hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Til að kynna þetta ferli og til að hefja skipulagt samráð við félagsmenn FFR er boðað til félagsfundar 1. febrúar nk. Fundurinn er tvískiptur. Húsið opnar með morgunverði kl. 8:00 og setning fyrri hluta fundarins verður hálftíma síðar eða kl. 8:30. Aðalfyrirlesari í þeim hluta er norski sérfræðingurinn Asbjørn Valheim, sem þekkir vel það launafyrirkomulag sem gildir um æðstu stjórnendur í Noregi (Statens lederlønnsystem) og mun hann segja frá aðdraganda breytinga á norska kerfinu, innleiðingu þess og reynslu Norðmanna. Ætlast er til að einungis forstöðumenn ríkisstofnana mæti á fundinn (ekki staðgenglar eða samstarfsmenn) en ráðuneytisstjórum og rekstrarstjórum ráðuneyta verður einnig boðið að sækja þennan fyrri hluta fundarins.

Seinni hluti fundarins verður haldinn í beinu framhaldi kl. 10:00 – 11:00 og er eingöngu ætlaður félagsmönnum í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana. Þar mun umræða fara fram á borðum með borðstjórum og leitað eftir afstöðu forstöðumanna til málefnisins.

Félagsmenn í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana hvattir til að sækja þennan mjög svo mikilvæga fund, til þess að ræða framtíðar fyrirkomulag starfsumhverfis forstöðumanna

 

Print Friendly, PDF & Email