Starfsmannamál ríkisins – er breytinga þörf? Glærur fyrirlesara o.fl.

Starfsmannamál ríkisins – er breytinga þörf? Glærur fyrirlesara o.fl.

Miðvikudaginn 10. nóvember 2010 var haldinn morgunverðarfundur í samvinnu Félags forstöðumanna, Ríkisendurskoðunar og Stofnunar stjórnsýslufræða um starfsmannamál ríkisins undir yfirskriftinni er breytinga þörf? Hér má sjá glærur fyrirlesara og nánari upplýsingar um bakgrunn fundarins.

Miðvikudaginn 10. nóvember 2010 var haldinn morgunverðarfundur um starfsmannamál ríkisins undir yfirskriftinni er breytinga þörf? Hér má sjá glærur fyrirlesara og frekari upplýsingar um fundinn. Fundarstjóri var Óli Jón Jónsson, upplýsingafulltrúi Ríkisendurskoðunar.

1. Ingunn Ólafsdóttir, sérfræðingur á stjórnsýslusviði Ríkisendurskoðunar
Könnun á viðhorfi forstöðumanna til starfsmannalaga.

2. Katrín Ólafsdóttir, lektor HR
Breyttust launin með breyttu launakerfi?

3. Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytinu
Skipulag stjórnsýslu og mannauðsmál.

4. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins
Betri mannauðsstjórnun – öflugri stjórnsýsla.

Fundarstjóri: Óli Jón Jónsson, upplýsingafulltrúi Ríkisendurskoðunar

Bakgrunnur fundarins: Fyrir síðustu aldamót voru gerðar verulegar umbætur í starfsmannamálum ríkisins, m.a.með nýju launakerfi, breyttum lögum um réttindi og skyldur, um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og bættri mannauðsstjórnun. Breyttar aðstæður, ákall um betri stjórnsýslu og umbætur í opinberum rekstri kalla á ný á að áherslur í starfsmannamálum ríkisins verði endurskoðaðar. Í þessu sambandi er m.a. spurt: Hvernig má bæta árangur í opinberum störfum, stuðla að starfsþróun, hlúa að og umbuna hæfu starfsfólki? Standa starfsmannalög í vegi fyrir frekari hagræðingu og sveigjanleika í ríkiskerfinu eða skapa þau nauðsynlega festu í starfseminni? Þarf að endurskoða reglur um ráðningu og starfslok opinberra starfsmanna, ætti t.d. að fela sérstökum ráðningarnefndum að velja fólk til æðstu starfa innan stjórnsýslunnar og heimila starfslokasamninga hjá ríkinu?

Á morgunverðarfundi Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Ríkisendurskoðunar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands 10. nóvember 2010 var fjallað um starfsmannamál ríkisins frá mismunandi sjónarhornum og leitað svara við ýmsum spurningum um þau mál. Fjögur erindi voru flutt á fundinum: Ingunn Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, kynnti niðurstöður könnunar á viðhorfi forstöðumanna til starfsmannalaganna; Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR, fjallaði um áhrif breytts launakerfis á samsetningu launa hjá ríkinu; Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, ræddi um hvaða áhrif skipulag stjórnsýslunnar hefur á mannauðsstjórnun hjá ríkinu og loks fór Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri hjá fjármálaráðuneytinu, yfir leiðir til að bæta mannauðsstjórnun hjá ríkinu. Fundarstjóri var Óli Jón Jónsson, upplýsingafulltrúi Ríkisendurskoðunar.

Print Friendly, PDF & Email