Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnaskertra hlýtur nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2012

Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni og Halldóri Halldórssyni formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga

Á ráðstefnu og málþingi á Grand hóteli 30. október voru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpunarverkefni í opinberri þjónustu og stjórnsýslu að viðstöddum forseta Ísands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni sem jafnframt flutti opnunarávarp ráðstefnunnar [lesa ávarp forseta Íslands]. Að þessu sinni hlaut Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra verðlaunin fyrir verkefnið „SignWiki“. En önnur verkefni sem hlutu viðurkenningu voru:

 • Betri Reykjavík (Reykjavíkurborg)
 • Librodigital (Blindrabókasafn Íslands)
 • Réttindagátt og gagnagátt (Sjúkratryggingar Íslands)
 • Varmadæluvefurinn (Orkustofnun)
 • Hænsnahöllin (Öldrunarheimili Akureyrar)

Tólf önnur nýsköpunarverkefni voru kynnt á ráðstefnunni en þau eru:

 • Börn og heimilsofbeldi (Barnaverndarstofa)
 • Rafrænt tímabókunarkerfi (Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi)
 • Upplýsingamiðlun til almennings (Umhverfisstofnun)
 • Vottuð stjórnsýsla (Kópavogsbær)
 • Heilsueflandi Framhaldsskóli (Landlæknisembættið)
 • Sjónlýsingar fyrir blinda og sjónskerta (Þjóðminjasafnið)
 • Einfaldað skattaframtal (Ríkisskattstjóri)
 • Hjartagátt LSH (Landspítalinn)
 • Notendavænt lögskráningarkerfi (Siglingastofnun Íslands)
 • Útideild við Víðivelli (Hafnarfjarðarbær)
 • Ísleyfur (Matvælastofnun)
 • Vottað gæðakerfi (Menntaskólinn í Kópavogi)

Erindi og kynningar frá ráðstefnunni

Hægt er að skoða glærur fyrirlesara á ráðstefnunni og frá kynningum á þeim 18 nýsköpunarverkefnum sem kynnt voru hér

Verðlaunaverkefnið SignWiki

Í umsögn um verðlaunaverkefnið SignWiki segir:

Verkefnið er upplýsingakerfi og þekkingarbrunnur þar sem táknmálsorðabók og táknmálsnámi er miðlað í tölvur, spjaldtölvur og síma. Þetta er ný nálgun sem byggir á opinni og virkri þátttöku þar sem málsamfélagið og áhugafólk um táknmál eru þátttakendur og leggja til námsefni og tákn.  SignWiki nýtist sem orðabók, til kennslu og í samskiptum við heyrnarlausa, fyrir almenning og til rannsókna og hefur gjörbreytt aðgengi að táknmáli og  miðlun þess.

Print Friendly, PDF & Email