Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri – frestur til að skila inn tilnefningum framlengdur
Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís hafa tekið höndum saman um að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Af því tilefni var óskað eftir tilnefningum forstöðumanna til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri í síðasta mánuði. Frestur til að skila inn tilnefningum hefur verið framlengdur til 1. október nk.
Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís hafa tekið höndum saman um að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Af því tilefni var óskað eftir tilnefningum forstöðumanna til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri í síðasta mánuði. Frestur til að skila inn tilnefningum hefur verið framlengdur til 1. október nk.