Hvernig hafa opinberar stofnanir brugðist við efnahagslegum samdrætti?

 

Félag forstöðumanna og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála bjóða til tveggja aðskildra viðburða, morgunverðarfundar og málþings á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík miðvikudaginn 21. september 2011 kl. 8-12. Morgunverðarfundurinn ber yfirskriftina Hvað er framundan í opinberum rekstri? – Staðan, horfurnar, stefnan og áherslurnar. Málþingið sem hefst kl. 10:15 ber yfirskriftina Hvernig hafa opinberar stofnanir brugðist við efnahagslegum samdrætti? Nánari upplýsingar um framangreinda viðburði má sjá hér.


Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála bjóða til tveggja aðskildra viðburða, morgunverðarfundar og málþings
á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík miðvikudaginn 21. september 2011 kl. 8-12.

Morgunverðarfundur Kl. 8:00-10:00
„Hvað er framundan í opinberum rekstri? Staðan, horfurnar, stefnan og áherslurnar.
Hvaða áhrif hefur efnahagslegur samdráttur haft á íslenskt samfélag? „

Málþing kl. 10:15-12:00
„Hvernig hafa opinberar stofnanir brugðist við efnahagslegum samdrætti?

Sýn forstöðumanna og ráð til stjórnvalda.“

Þátttökugjald á báða viðburðina, morgunverðarfund og málþing ( morgunverður innifalin) er kr. 5900,- Skráning hér : Morgunverðarfundur og Málþing

Þátttökugjald eingöngu á morgunverðarfund er 3900,- og er morgunverður innifalinn Skráning hér: Morgunverðarfundur eingöngu
Þátttökugjald eingöngu á málþing er 2900,- Skráning hér: Málþing eingöngu

Í kjölfar efnahagslegra áfalla í íslensku samfélagi haustið 2008 hafa miklar breytingar átt sér stað í rekstri opinberra stofnana.  Stjórnendur hafa brugðist við breyttum aðstæðum með niðurskurði, hagræðingu og endurskipulagningu og beitt öllum ráðum til að halda uppi gæðum starfseminnar fyrir minna fjármagn.  Frekari niðurskurður getur leitt til enn róttækari breytinga á starfsemi og hlutverki hins opinbera.  Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár verður lagt fram innan tíðar.  Hvers mega forstöðumenn og starfsmenn opinberra stofnana vænta á næsta ári og til næstu framtíðar með hliðsjón af stöðu og horfum í ríkisfjármálum, stefnu og áherslum stjórnvalda?

Yfirskrift morgunverðarfundarins er „Hvað er framundan í opinberum rekstri? Staðan, horfurnar, stefnan og áherslurnar-Hvaða áhrif hefur efnahagslegur samdráttur haft á íslenskt samfélag?“  Þar munu Steingrímur J Sigfússon, fjármálaráðherra, Dr. Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík  og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar vera með erindi og taka þátt í umræðum.  Fundarstjóri er Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Á málþinginu sem hefst að loknum morgunverðarfundi  munu 6 forstöðumenn  og staðgenglar þeirra fjalla um áhrif og afleiðingar hrunsins á starfsemi viðkomandi stofnunar, starfsfólkið og skjólstæðingana.  Þau munu einnig m.a. svara spurningum um hvort og þá á hvaða forsendum stofnanir hafa þurft að víkja lagalegum skyldum til hliðar og að hvaða leyti stjórnvöld hafa komið að breytingum í starfseminni. Þau munu ræða aðlögunargetu opinberra stofnana við aðstæður eins og við höfum staðið frammi fyrir og velta fyrir sér hvort og þá að hvaða leyti afstaða þeirra til opinberrar starfsemi hafi breyst. Að lokum ræða þau framtíðarsýn sína og gefa stjórnvöldum ráð um áherslur og næstu skref sem varða viðkomandi stofnun og þá grein sem þau starfa í.

Eftirtaldir verða með erindi á málþinginu: Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, Sigurður Kristinsson, vararektor Háskólans á Akureyri, Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri Landhelgisgæslunnar. Fundarstjóri er Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.

Print Friendly, PDF & Email