Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri

Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís hafa tekið höndum saman um að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Af því tilefni var óskað eftir tilnefningum forstöðumanna til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri í síðasta mánuði. Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út 20. september nk.
Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís hafa tekið höndum saman um að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Af því tilefni var óskað eftir tilnefningum forstöðumanna til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri í síðasta mánuði. Einu skilyrðin eru að verkefninu hafi verið hrint í framkvæmd á sl. tveimur árum og að skilgreindum árangri hafi verið náð.

Nýsköpun í opinberum rekstri felur í sér að skapa nýjar lausnir og bæta það sem er til staðar í starfsemi opinberra stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga. Þetta á m.a. við um nýja og endurbætta þjónustu eða vöru, tækni, aðferðir, stjórnskipulag, verklag og verkferla.

Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu sendar á vefpóstfangið [email protected] og er skilafrestur tilnefninga til nýskopunarverðlauna í opinberum rekstri til 20. september nk.

Print Friendly, PDF & Email