Ný stjórn FFR kosin á aðalfundi FFR 2. júní 2015

Aðalfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana var haldinn þriðjudaginn 2. júní á  Grand hóteli, Reykjavík. Fundarstjóri var Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.  Um 50 félagsmenn mættu á fundinn.

FFR_Arsskyrsla_20142015.pdf
Fundargerd_adalfundar_FFR_2015

Borghildur Erlingsdóttir, sem starfað hefur sem formaður FFR síðastliðið ár, baðst undan endurkjöri í embætti formanns vegna mikilla anna og nýrra áskorana í starfi, en bauðst til að sitja áfram í stjórn félagsins til að tryggja samfellu í starfinu.

Á fundinum var Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, kjörinn nýr formaður FFR. Björn starfaði í stjórn FFR á árunum 2002-2009, lengst af sem ritari félagsins, og þekkir því vel til starfseminnar.

Í stjórn og varastjórn félagsins voru kjörin þau Halldór Ó. Sigurðsson, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Kristín Linda Árnadóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Borghildur Erlingsdóttir, Guðjón S. Brjánsson og Sigríður Lillý Baldursdóttir.

Í starfskjaranefnd voru kjörnir Tryggvi Axelsson, Ársæll Guðmundsson og Indriði H. Þorláksson.

Magnús Guðmundsson, formaður uppstillingarnefndar, þakkaði þeim sem voru að hætta störfum fyrir félagið fyrir samstarfið, þeim Steingrími Ara Arasyni, Kristínu Völundardóttur og Gissuri Péturssyni. Einnig þakkaði hann Borghildi Erlingsdóttur fráfarandi formanni fyrir mikið og óeigngjarnt starf fyrir félagið á liðnu ári.

Meðfylgjandi er fundargerð aðalfundarins og Ársskýrsla FFR fyrir árið 2014-2015.

Print Friendly, PDF & Email