Ný stjórn FFR kjörin á aðalfundi félagsins miðvikudaginn 17. maí 2023

Ný stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðastliðinn miðvikudag. Nýr formaður félagsins er Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meðstjórnendur eru Arnór Snæbjörnsson, forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Ingibjörg  Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, Ingileif Oddsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.

Helga Þórisdóttir, formaður FFR

Print Friendly, PDF & Email