Niðurstöður könnunar um áherslumál Félags forstöðumanna ríkisstofnana

Í september sl. fengu félagsmenn senda könnun um hver áherslumál félagsins ættu að vera næstu mánuðina o.fl. Niðurstöður könnunarinnar má nálgast hér:

https://www.surveymonkey.com/stories/SM-BTBTW3YY/

Stjórn FFR þakkar félagsmönnum kærlega fyrir þátttökuna og mun nýta niðurstöðurnar og þær athugasemdir og ábendingar sem þar komu fram sem leiðarljós í störfum sínum og áherslum næstu mánuðina.

Nokkur atriði sem vert er að nefna:

  • Stjórn félagsins er að kanna möguleikann á að halda fjölmiðlanámskeið á Akureyri.
  • Almennar upplýsingar um starfskjör forstöðumanna má nálgast á heimasíðu FFR. Á forsíðunni er blár borði með fyrirsögnina „STARFSKJÖR FORSTÖÐUMANNA“ og ef smellt er á kassann þar undir „LESA MEIRA“ má nálgast ýmsar gagnlegar upplýsingar. Ítarlegri upplýsingar um Árnessjóð eru í vinnslu og stefnt er að því að taka saman betri upplýsingar um starfsmenntunarsjóð embættismanna og réttindi félagsmanna m.t.t. starfsmenntunar.
  • Sumar ábendingar sem bárust s.s. um fræðslu og áherslumál heyra betur undir verksvið kjara- og mannauðssýslu ríkisins og mun stjórn FFR koma þeim ábendingum þangað.

Félagsmenn eru hvattir til að senda félaginu ábendingar og hugmyndir á netfangið [email protected]