Samráðsfundir um styttingu vinnuvikunnar

Í nýlegri könnun FFR kom fram töluverður áhugi félagsmanna á að fá frekari upplýsingar og fræðslu um styttingu vinnuvikunnar. Af því tilefni er félagsmönnum bent á að vikulega heldur kjara- og mannauðssýsla ríkisins sem leiðir verkefnið, samráðsfundi á TEAMS.

Allir forstöðumenn ættu að hafa fengið boð frá kjara- og mannauðssýslunni á fundarröðina. Hafa má samband við Elínu Valgerði Margrétardóttur ([email protected]) ef fundarboðið hefur ekki skilað sér eða því óvart verið hafnað (en þá hefur öll fundarröðin dottið út). Jafnframt geta forstöðumenn áframsent fundarboðið t.d. á aðra starfsmenn stofnunarinnar. Enn sem komið er fjalla fundirnir um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu en líklegt er að önnur fundarröð verði haldin um vaktavinnu. Uppfært 17.11.2020: Samráðsfundir vegna vaktavinnu eru jafnframt haldnir vikulega, á miðvikudögum kl. 10-11.

Print Friendly, PDF & Email