Námskeið um sögu, stofnanir og ákvarðanatöku innan ESB.
Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Alþjóðamálastofnun HÍ bjóða upp á námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk stjórnsýslunnar og opinberra stofnana um sögu, stofnanir og ákvarðanatöku innan ESB. Námskeiðið verður haldið í Lögbergi fimmtudaginn 13. október 2011. Nánari upplýsingar og skráning hér.
Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ
bjóða upp á námskeið
fyrir stjórnendur og starfsfólk stjórnsýslunnar og opinberra stofnana (einnig ætlað starfsfólki sveitarfélaga)
Saga, stofnanir og ákvarðanataka innan ESB
Fimmtudaginn 13. október kl. 13.00 – 17.00.
Námskeiðið fer fram í Lögbergi stofu 101.
Þátttökugjald: kr. 13.500.-
Skráning HÉR
Meginmarkmið námskeiðsins er að efla þekkingu starfsfólks stjórnsýslunnar og opinberra stofnana á samvinnu ríkja Evrópu og Evrópusambandinu. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa góða þekkingu á sögu, stofnunum og ákvarðanatöku sambandsins. Einnig verður farið yfir fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Evrópusambandsins með Lissabon sáttmálanum og framtíð sambandsins.
Kennari er Dr. Baldur Þórhallsson, Jean Monnet prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hann er einn helsti sérfræðingur landsins um sögu, stofnanauppbyggingu og ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins .
Baldur hefur haldið sambærilegt námskeið fyrir starfsmenn nokkurra opinberra stofnana og fyrirtækja og fengið eindóma lof fyrir námskeiðið.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum. Kennsluefni er dreift á námskeiðinu, en einnig verða bókakaflar og greinar aðgengilegar á rafrænu formi.
Dagskrá:
1.hluti: Upphaf og saga samstarfs Evrópuríkja
1. Evrópa fyrr á tímum
2. Áhrif seinni heimsstyrjaldar
3. Fyrstu skrefin á 5. og 6. áratugnum
4. Hugmyndafræði – eðli samstarfsins
5. Hvað er Evrópusambandið? – Hvað er ESB ekki?
6. Helstu sáttmálar ESB og þróun samstarfsins
2. hluti: Skipulag og ákvarðanataka Evrópusambandsins
1. Ákvarðanataka og lög
2. Evrópudómstólinn
3. Framkvæmdastjórnin
4. Ráðherraráðið
5. Evrópuþingið
6. Leiðtogaráðið
3. hluti: Skipulag, ákvarðanataka og framtíðin
1. Áhrif ríkja – yfirþjóðlegt vald
2. Óformlegar leiðir til áhrifa
3. Áhrif hagsmunahópa og félagasamtaka
4. Aðrar stofnanir: Efnahags- og félagsmálanefndin, Byggðanefndin o.s.frv..
5.Lissabon sáttmálinn og framtíð ESB
Hugtakið „nýsköpun“ hefur einna helst verið tengt starfsemi sprota- og frumkvöðlafyrirtækja á einkamarkaði. Nýsköpun í opinberum rekstri er hins vegar mjög þýðingarmikil, vegna umfangs hins opinbera og verkefna sem unnin eru í almannaþágu. Opinberar stofnanir þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til að mæta nýjum þörfum samfélagsins og aðlaga starfsemi sína að breyttum efnahagslegum aðstæðum. Stjórnendur og starfsfólk opinberra stofnana beita hugkvæmni og leita stöðugt nýrra leiða til að leysa verkefni sín í þágu samfélagsins. Í nýrri norrænni rannsókn kemur fram að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi. Þetta bendir til mikillar grósku og að mörg tækifæri séu nýtt til umbóta í opinberum rekstri. Þessi nýsköpunarverkefni þarf að gera sýnileg og kynna öðrum til eftirbreytni
Ráðstefna og málþing um nýsköpun í opinberum rekstri er afrakstur samvinnu fjármálaráðuneytisins, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Rannís, en þessir aðilar tóku höndum saman um að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Síðsumars var sent erindi til forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem óskað var tilnefninga um verkefni frá ríkisstofnunum til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri. Skilafrestur var til 1. október s.l. og bárust 40 tilnefningar um nýsköpunarverkefni frá 24 stofnunum. Eitt þeirra hefur verið valið til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri og þrjú til viðbótar fá sérstaka viðurkenningu á ráðstefnunni. Átján verkefni hafa verið valin til kynningar á málþingi sem haldið verður að lokinni ráðstefnu kl. 10:45-12:15.
Á ráðstefnunni mun Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra ræðir áherslur stjórnvalda í nýsköpun og umbótum í opinberum rekstri og afhendir verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberum rekstri. Þá fjallar Ómar H Kristmundsson, prófessor í stjórnsýslufræðum um mikilvægi nýsköpunar- og þróunarvinnu hjá hinu opinbera og hann opnar upplýsingaveitu um nýsköpun í opinberum rekstri. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannískynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar á nýsköpun í opinberum rekstri á Norðurlöndum sem unnin var á vegum Nordisk Innovation Forum og að lokum ræðir Edwin Lau, sérfræðingur hjá OECD áherslur stofnunarinnar um nýsköpun í opinberum rekstri. Nýsköpun í opinberum rekstri- alþjóðlegar áherslur. 45 mín.
Á málþinginu munu eftirtaldar stofnanir kynna nýsköpunarverkefni sín sem valin voru til kynningar á málþinginu: Lögreglustjórinn á Hvolsvelli, Blindrabókasafn Íslands, Matvælastofnun, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem mun kynna 3 verkefni, Landspítalinn sem kynnir 2 verkefni, Ríkiskaup, Framkvæmdasýsla ríkisins, Háskólinn á Akureyri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Landmælingar Íslands, Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Vegagerðin, Þjóðminjasafn Íslands og Fiskistofa. Fyrirlesarar munu m.a. ræða hvernig hægt er að yfirfærar hugmyndir nýsköpunarverkefna á önnur svið opinberrar starfsemi.