Málþing og málstofur um nýsköpun í opinberum rekstri

Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands bjóða til ráðstefnu og málstofa um nýsköpun í opinberum rekstri fimmtudaginn 3. nóvember 2011 kl. 8-12.15 á Grand Hótel í Reykjavík. Nánari upplýsingar er hér að finna sem og tengil inn á skráningarsíðu.

Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana,
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslandsbjóða til ráðstefnu og málstofa


Nýsköpun í opinberum rekstri

Nýjar lausnir við nýjum áskorunum
Veiting nýsköpunarverðlauna og opnun upplýsingaveitu


fimmtudaginn 3. nóvember kl. 8:00-12.15 á Grand Hótel Reykjavík


Ráðstefnan hefst kl. 8:30 og er til kl. 10:30 (sjá auglýsingu hér fyrir neðan)

Málstofur hefjast kl. 10:45 og eru til kl. 12:15 (sjá auglýsingar hér fyrir neðan)Morgunverður er frá kl. 8:00


Þátttökugjald á báða viðburðina, ráðstefna og málstofur (morgunverður innifalinn) er kr. 5900,- Skráning
HÉRÞátttökugjald eingöngu á ráðstefnuna er 3900,- og er morgunverður innifalinn Skráning HÉR Þátttökugjald eingöngu á málstofur er 2900,- Skráning HÉR

Hugtakið „nýsköpun“ hefur einna helst verið tengt starfsemi sprota- og frumkvöðlafyrirtækja á einkamarkaði. Nýsköpun í opinberum rekstri er hins vegar mjög þýðingarmikil, vegna umfangs hins opinbera og verkefna sem unnin eru í almannaþágu. Opinberar stofnanir þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til að mæta nýjum þörfum samfélagsins og aðlaga starfsemi sína að breyttum efnahagslegum aðstæðum. Stjórnendur og starfsfólk opinberra stofnana beita hugkvæmni og leita stöðugt nýrra leiða til að leysa verkefni sín í þágu samfélagsins. Í nýrri norrænni rannsókn kemur fram að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi. Þetta bendir til mikillar grósku og að mörg tækifæri séu nýtt til umbóta í opinberum rekstri. Þessi nýsköpunarverkefni þarf að gera sýnileg og kynna öðrum til eftirbreytni
Ráðstefna og málþing um nýsköpun í opinberum rekstri er afrakstur samvinnu fjármálaráðuneytisins, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Rannís, en þessir aðilar tóku höndum saman um að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Síðsumars var sent erindi til forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem óskað var tilnefninga um verkefni frá ríkisstofnunum til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri. Skilafrestur var til 1. október s.l. og bárust 40 tilnefningar um nýsköpunarverkefni frá 24 stofnunum. Eitt þeirra hefur verið valið til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri og þrjú til viðbótar fá sérstaka viðurkenningu á ráðstefnunni. Átján verkefni hafa verið valin til kynningar á málþingi sem haldið verður að lokinni ráðstefnu kl. 10:45-12:15.
Á ráðstefnunni mun Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra ræðir áherslur stjórnvalda í nýsköpun og umbótum í opinberum rekstri og afhendir verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberum rekstri. Þá fjallar Ómar H Kristmundsson, prófessor í stjórnsýslufræðum um mikilvægi nýsköpunar- og þróunarvinnu hjá hinu opinbera og hann opnar upplýsingaveitu um nýsköpun í opinberum rekstri. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannískynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar á nýsköpun í opinberum rekstri á Norðurlöndum sem unnin var á vegum Nordisk Innovation Forum og að lokum ræðir Edwin Lau, sérfræðingur hjá OECD áherslur stofnunarinnar um nýsköpun í opinberum rekstri. Nýsköpun í opinberum rekstri- alþjóðlegar áherslur. 45 mín.
Á málþinginu munu eftirtaldar stofnanir kynna nýsköpunarverkefni sín sem valin voru til kynningar á málþinginu: Lögreglustjórinn á Hvolsvelli, Blindrabókasafn Íslands, Matvælastofnun, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem mun kynna 3 verkefni, Landspítalinn sem kynnir 2 verkefni, Ríkiskaup, Framkvæmdasýsla ríkisins, Háskólinn á Akureyri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Landmælingar Íslands, Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Vegagerðin, Þjóðminjasafn Íslands og Fiskistofa. Fyrirlesarar munu m.a. ræða hvernig hægt er að yfirfærar hugmyndir nýsköpunarverkefna á önnur svið opinberrar starfsemi.

Print Friendly, PDF & Email