Hvað þarf til þess að skapa vinnustað þar sem viðskiptavinir eru ánægðir og starfsfólk nýtur sín ?

Renée Smith er stofnandi A Human Workplace og forstöðumaður umbreytingastjórnunar (director of Workplace Transformation) hjá fylkisstjóra Washington fylkis í Bandaríkjunum. Hún hefur áratuga reynslu af því að leiða einkafyrirtæki, opinberar stofnanir og félagasamtök í gegnum breytingar þar sem áhersla er lögð á að hjálpa fólki að finna sína styrkleika og skapa í gegnum þá nýsköpun og betri árangur.

Mánudaginn 11. nóvember nk. verður Renée með morgunverðarfund og í framhaldinu vinnustofu þar sem hún mun fara yfir ýmis atriði um manneskjulegri vinnustaði og hvernig þú sem stjórnandi eða starfsmaður getur byrjað þína vegferð. Fundurinn og vinnustofan verða haldin á Hótel Sögu.

Skráning fer fram á [email protected]

Nánari upplýsingar má nálgast hér og hér