Hvernig er hægt að bæta þjónustu hins opinbera með nýsköpun ?

Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn 4. júní nk.

Fjölbreytt dagskrá er í boði, en m.a. verður fjallað um:

  • Nýsköpun í samvinnu við almenning. Anne Tortzen er stofnandi og forstjóri Center for borgerdialog í Danmörku og kemur sérstaklega til Íslands til þess að kynna hugmyndafræðina um samsköpun eða co-creation sem leið til að bæta þjónustu við almenning og lífskjör.
  • Nýsköpun í raunveruleikanum, hvernig fórum við að? Fjögur nýsköpunarverkefni opinberra vinnustaða kynnt.
  • Ávinningur af stafrænni þjónustu. Verkefnastofa um stafrænt Ísland kynnir aðferðafræði við mat á ávinningi af stafrænni þjónustu.
  • Hvaða virði skapar nýsköpun hjá hinu opinbera? Daði Már Steinsson kynnir niðurstöðu meistararitgerðar sinnar sem byggist á Nýsköpunarvoginni.
  • Nýsköpunarmót 2019. Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ríkiskaup kynna fyrirhugað nýsköpunarmót.
  • Kynning á upplýsingagátt opinberra vinnustaða um nýsköpun og áherslum nýsköpunar hjá hinu opinbera.

Fundurinn verður haldinn í Veröld – húsi Vigdísar milli kl. 8:00 og 11:00

Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig sem fyrst.

Skráning fer fram hér

Print Friendly, PDF & Email