Föstudaginn 25. janúar munu BHM, Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Starfsþróunarsetur háskólamanna standa fyrir fyrirlestri og vinnustofu undir heitinu Lesið í framtíðina – nýjar kröfur til stjórnenda.

Fundurinn er sérstaklega ætlaður forstöðumönnum, mannauðsstjórum og millistjórnendum opinberra stofnana en þar mun Thomas Geuken, framtíðarfræðingur hjá Copenhagen Institute for Future Studies, flytja erindi um þá strauma og drifkrafta sem talið er að móta muni vinnustaði og vinnumarkað á næstu árum, með áherslu á opinbera geirann.

Thomas mun fjalla um hvernig vinnustaðir geta aðlagast breyttu umhverfi, nýrri tækni og nýjum viðhorfum og að fyrirlestri loknum stýra vinnustofu þar sem þátttakendur kynnast verkfærakistu framtíðar og leysa verkefni.

Boðið verður upp á morgunmat frá klukkan 8:00.

Fyrirlesturinn og vinnustofan fara fram á Grand Hótel Reykjavík milli klukkan 8:30 og 12:00.

Skráningargjald er kr. 2.500

Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér

Print Friendly, PDF & Email