Glærur Steingríms Ara frá félagsfundi FFR
Steingrímur Ari Arason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands flutti erindi á vel sóttum félagsfundi FFR sem haldinn var á Grand Hóteli þann 10.11.2011. Í erindinu fór hann yfir stöðu kjaramála hjá forstöðumönnum ríkisstofnana og hvernig launaþróunin hefði verið í samanburði við viðmiðunarhópa. Þá gerði hann grein fyrir viðbrögðum umboðsmanns Alþingis við erindi FFR og samskiptum félagsins við Kjararáð. (sjá glærur)