Ályktun um starfsöryggi forstöðumanna ríkisstofnana

Ályktun um starfsöryggi forstöðumanna ríkisstofnana

Að gefnu tilefni, þ.e. óvæginni aðför að forstjóra Fjármálaeftirlitsins Gunnari Þ. Andersen, krefst stjórn Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) þess að forstöðumenn ríkisstofnana njóti þeirra lögbundnu réttinda að farið sé að stjórnsýslulögum og starfsmannalögum þegar fjallað er um störf þeirra á vegum stjórnvalda.
Ályktun um
starfsöryggi forstöðumanna ríkisstofnana

Að gefnu tilefni, þ.e. óvæginni aðför að forstjóra Fjármálaeftirlitsins Gunnari Þ. Andersen, krefst stjórn Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) þess að forstöðumenn ríkisstofnana njóti þeirra lögbundnu réttinda að farið sé að stjórnsýslulögum og starfsmannalögum þegar fjallað er um störf þeirra á vegum stjórnvalda.

Það eru réttindi opinberra starfsmannna hér á landi að njóta andmælaréttar og að gætt sé meðalhófs ef upp koma álitaefni um störf eða hæfni. Við mat á hæfni forstöðumanna er mikilvægt að byggt sé á faglegum atriðum en ekki tilfinningum eða huglægum þáttum. Þetta er ekki síst mikilvægt nú þegar forstöðumenn ýmissa stofnana vinna að erfiðum og viðkvæmum verkefnum sem snúa að uppgjöri vegna hruns fjármálakerfisins hér á landi 2008. Á slíkum tímum þarf staðfestu, úthald og stuðning fagráðuneytis og ráðherra.

Reykjavík 19. febrúar 2012

f.h. stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnanna

Magnús Guðmundsson
formaður FFR

 

Print Friendly, PDF & Email