Aðalfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana

Til félaga í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana (FFR)

Boðað er til aðalfundar Félags forstöðumanna ríkisstofnana á Grand Hótel í Reykjavík, þriðjudaginn 8. maí 2012 kl. 09:00. Vegna forfalla Karls Björnssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga mun Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri sóknaráætlana landshlutanna flytja erindi.

Meginefni fundarins er samkvæmt 9. gr. laga félagsins um aðalfundastörf.

Boðað er til aðalfundar Félags forstöðumanna ríkisstofnana á Grand Hótel í Reykjavík, þriðjudaginn 8. maí 2012 kl. 09:00. Vegna forfalla Karls Björnssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga mun Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri sóknaráætlana landshlutanna flytja erindi.

Meginefni fundarins er samkvæmt 9. gr. laga félagsins um aðalfundastörf.

Dagskrá :

1.Setning, formaður

2.Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri sóknaráætlana landshlutanna, erindi

3.Skýrsla stjórnar um starfsemi síðastliðins starfsárs (ársskýrslan fylgir með þessum pósti)

4.Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins

5.Lagabreytingar

6.Stjórnarkjör

7.Kosning fulltrúa í starfskjaranefnd

8.Kosning tveggja endurskoðenda félagsreikninga og jafn marga til vara

9.Ákvörðun árgjalds

10.Starfskjaramál – skýrsla starfskjaranefndar og umræður

Önnur mál

Fyrir hönd félagsstjórnar

Magnús Guðmundsson, formaður

Morgunverður í boði félagsins verður í upphafi fundar.

Áríðandi: Vinsamlega staðfestið þátttöku á fundinum fyrir lok dags 4. maí nk.

með því að senda tölvupóst á:

[email protected]